Allt bendir til þess að FÍ hætti flugi 1. ágúst á næsta ári
3. desember, 2009
Eins og staðan er í dag bendir allt til þess að Flugfélag Íslands (FÍ) hætti flugi til Vestmannaeyja 31. júlí á næsta ári. Þá rennur út samningur FÍ og Vegagerðarinnar um flug til Vestmannaeyja. Þetta verður þó að líta á sem áfangasigur því núverndi samningur rennur út um áramótin. Bæjarstjórn og hagsmunaaðilar í Eyjum vilja fá samning fram á árið 2011 til að sjá hvernig farþegaflutningar þróast með tilkomu Landeyjahafnar sem verður tilbúin í júlí 2010.