Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) gefur út 400 þúsun tonna upphafsráðgjöf í loðnu
Af loðnumiðunum Mynd: Óttar Steingrímsson

Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) hefur nú birt upphafsráðgjöf um veiðar á loðnu á vertíðinni 2022/23. Ráðgjöfin hljóðar upp á 400 þúsund tonn sem er í samræmi við gildandi aflareglu strandríkja að stofninum. Þessi ráðgjöf byggir á mælingum á stærð ókynþroska hluta loðnustofnsins, eins og tveggja ára, í september síðastliðnum í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar og systurstofnunar hennar á Grænlandi.

Samtals mældust um 130 milljarðar af ókynþroska eins og tveggja ára loðnu sem er nægjanlegt magn til að gefa hámarks upphafsráðgjöf sem aflareglan leyfir, eða 400 þúsund tonn. Þetta er sama upphafsráðgjöf og ICES gaf fyrir ári síðan fyrir núverandi vertíð en þá var vísitalan 146 milljarðar.

Þessi upphafsráðgjöf verður endurskoðuð að loknum mælingum á þessum hluta stofnsins sem fyrirhugaðar eru í september 2022.

Smelltu á hlekk til að lesa um ráðgjöfina.

Smelltu á hlekk til að lesa tækniskýrslu / leiðangursskýrslu.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.