Nú get ég ekki orða bundist í sambandi við ruslamál okkar Eyjamanna, ef það er rétt það sem ég heyri og les í blöðum hér í Eyjum. Ætli kommarnir í ríkisstjórninni með Svandísi umhverfisráherra í fararbroddi viti af vitleysunni, sem á að fara að frammkvæma hér í Eyjum. Ef svo er þá hafa þau ekki mikið vit á hvað er mengun. Allavega finnst mér það vera vitleysa að flytja allt sorp upp á land og jafnvel til útlanda, frekar en að nota sorpbrennslu í Eyjum!