Í kvöld klukkan 18:00 verður sannkallaður toppslagur í Pepsídeild kvenna þegar ÍBV sækir Stjörnuna heim á gervigrasið í Garðabæ. ÍBV er í efsta sæti með 13 stig, jafn mörg stig og Valur en betra markahlutfall en bæði lið hafa unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli. Stjarnan hefur hins vegar unnið fjóra leiki en tapað einum og er því með 12 stig í þriðja sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sport TV.