Ályktun frá Eyjalistanum
24. febrúar, 2016
Í tilefni af fréttum af niðuskurði á félagsmiðstöðinni Rauðagerði og lækkun starfshlutfalls forstöðumanns vill Eyjalistinn koma eftirfarandi á framfæri.
Á fundi 167 í Fjölskyldu- og tómstundaráði var Páli Marvin Jónssyni formanni ráðsins, Auði Vilhjálmsdóttur fulltrúa Eyjalista ásamt framkvæmdastjóra falið af hálfu ráðsins að fara yfir reksturinn og koma með tillögur á næsta fundi. Á þessum tímapunkti var búið að ákveða niðurskurðinn og ekkert annað í stöðunni en að fara í þá vinnu með hagsmuni unglinganna í forgrunni. �?að er skylda þeirra sem sitja í nefndum og ráðum á vegum bæjarins að sinna verkefnum sem upp koma hvort sem fulltrúar eru hlynntir forsendum verkefnisins eða ekki.
Eyjalistinn var alfarið á móti þessum niðurskurði frá upphafi sbr. bókun á fundi bæjarstjórnar 19. mars 2015.
Í bókun Eyjalistans á bæjarstjórn fundi númer.1496 mál 4 (201502011F) kemur eftirfarandi fram:
�?? Eyjalistinn harmar niðurskurðaraðgerðir Sjálfstæðisflokks. Ljóst er að þær ná að stórum hluta til málefna fatlaðra og ungs fólks. �?etta þykir okkur alvarleg staða og afleit forgangsröðun�??
Eyjalistinn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst