Í tilefni af bæjar- og menningarhátíðinni Vor í Árborg mun Andrés Sigmundsson bakameistari frá Vestmannaeyjum sýna vatnslitamyndir á Hótel Selfossi. Þema sýningarinnar er Ingólfsfjall og ber sýningin yfirskriftina Óður til Fjallsins. Á sýningunni verða 40 vatnslitamyndir sem allar eru af Ingólfsfjalli. Andrés bjó á Selfossi í nokkur ár eftir gos og starfaði sem bakameistari hjá Brauðgerð KÁ.