Anton �?rn Björnsson var á dögunum ráðinn yfirumsjónarmaður í frístundaverið í �?órsheimilinu frá og með 1. ágúst 2017. Anton, sem er 25 ára gamall, hefur lokið BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði og stefnir á að fara í meistaranám í greininni í haust í fjarnámi, samhliða vinnunni.
Hvað hefur þú verið að fást við í gegnum tíðina? �??�?að er nú einu sinni þannig með mig eins og marga sem hafa búið í Eyjum að ég hef unnið aðallega í sjávarbransanum. �?g hef aðallega starfað hjá Vinnslustöð Vestmannaeyja ásamt því að sinna starfi hjá löndunargenginu þar. Í sumar kem ég hins vegar til með að vinna ásamt kærustu minni í Reykjadal. Reykjadalur eru sumarbúðir fyrir fatlað fólk á aldrinum 8-21 árs. �?ar munum við sinna starfi sem fóstrur,�?? segir Anton.
Aðspurður hvað felist í tómstunda- og félagsmálafræði segir Anton ekkert einfalt svar vera við þeirri spurningu. �??�?essari spurningu er ekki auðsvarað. Í stuttu máli þá er námið samblanda af tómstundafræði, sálfræði, félagsfræði og siðfræði. Í tómstunda- og félagsmálafræði er lögð mikil áhersla á að nemendur sem sækja námið verði að loknu því færir í að stjórna, skipuleggja, framkvæma og meta tómstundastarf. Starfsvettvangur tómstunda- og félagsmálafræðinga getur verið ansi fjölbreyttur en þar ber helst að nefna ferðaþjónustu, viðburðastjórnun, félagsmiðstöðvar og ungmennahús, forvarna- og meðferðastarf, frístundaheimili, grunnskóla, hjálparstörf, félagasamtök, íþróttafélög, leikskóla, æskulýðsfélög, þjónustumiðstöðvar og svona mætti lengi telja.�??
Mannbætandi nám
Myndir þú mæla með þessu námi fyrir alla? �??Nám í tómstunda- og félagsmálafræði er verulega mannbætandi og vil ég meina að ég sé ekki sami maður og ég var fyrir þremur árum. Námið fær mann til að stíga út fyrir þægindasvæðið hvern einasta dag með því að skora á mann að taka þátt og gera allskonar hluti sem maður er ekki vanur að gera. Ef þú hefur áhuga á að vinna með fólki á öllum aldri þá mæli ég hiklaust með því að fara í nám í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem námið hvetur þig til að verða besta útgáfan af sjálfum þér og heldur áfram. Námið er sérhannað fyrir þá sem hafa mikinn metnað og vilja hafa jákvæð og mótandi áhrif á líf annarra,�?? segir Anton.
Finnst þér nægilega mikil áhersla vera lögð á hlutverk tómstundastarfs í okkar samfélagi? �??Í sveitarfélagi eins og Vestmannaeyjum eru möguleikar á tómstundastarfi gríðarlega miklir. Náttúran og umhverfið býður uppá svo margt sem oft og tíðum er afar vannýtt. Í Vestmannaeyjum er unnið mikið og gott starf í skipulögðu tómstundastarfi sem hefur skilað sér vel út í samfélagið. En þrátt fyrir það að hérna sé margt í boði og mikið hægt að gera þá er alltaf hægt að gera betur og leggja ennþá meiri áherslu á tómstundastarf. �?að er nú einu sinni þannig að sá tími sem við höfum mest undir höndunum er frítími og því er mikilvægt að við lærum að nota hann á jákvæðan og uppbyggjandi hátt og því finnst mér mikilvægt að við reynum öll að tileinka okkur að nota frítíma okkar á þann máta,�?? segir Anton.
Langar að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins
Hvernig leggst nýja starfið í þig? �??�?g er mjög spenntur fyrir nýja starfinu. Hingað til hefur verið unnið frábært starf á frístundaheimilinu og hlakka ég til þess að vera partur af því. Húsnæðið sjálft býður uppá ótal möguleika og efast ég um að annars staðar á landinu sé svona stórt og flott húsnæði notað undir starfsemi frístundaheimilis,�?? segir Anton sem reiknar ekki með neinum róttækum áherslubreytingum með sinni tilkomu. �??Eins og gengur og gerist á flestum stöðum þá koma nýjar áherslur með nýju fólki. �?rátt fyrir það þá hefur samt sem áður verið unnið frábært starf í frístundaheimilinu og er klárlega nauðsynlegt að halda áfram. �?að verða því ekki neinar stórfenglegar breytingar með komu minni. Eitt af því sem mig langar að innleiða eru þemavikur sem koma til með að virkja sköpunarhæfileika hvers og eins.�??
Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? �??Framtíðin er eins og óskrifað blað. �?að er mikið í boði og margt hægt að gera. Í vetur mun ég koma til með að stíga út fyrir þægindasvæðið verulega með því að taka við hlutverki sem ég er ekki vanur. Með starfinu mun ég síðan vera í fjarnámi þar sem ég eltist við drauminn minn en nýlega fékk ég inngöngu í meistaranám í tómstunda- og félagsmálafræðum. Kjörsviðið sem ég valdi mér að dýpka skilning minn í er samskipti og forvarnir: verkfæri gegn einelti. �?essi námsleið verður kennd í fyrsta skipti í haust og verður þar með eina námsleiðin sem kennd er í Háskóla Íslands sem leggur áherslu á verkfæri gegn einelti. �?g er mjög spenntur að glíma við þetta nám meðfram starfinu á frístundaheimilinu þar sem ég tel að námið komi til með því að efla mig sem ein-
stakling og leiðtoga,�?? segir Anton.