Áramót
26. desember, 2013
Um jól og áramót er gott að geta slappað af í faðmi fjölskyldunnar en um leið tími til að skoða árið að baki og það sem er framundan.
Líf trillukarlsins í Vestmannaeyjum í ár hefur verið ágætt, þrátt fyrir að tíðarfarið hafi verið frekar erfitt, enda mikið um suðlægar áttir í ár. Helstu breytingar í sjávarútveginum eru þó fyrst og fremst þær sem tengjast pólitíkinni, en í vor kvaddi hin svokallaða norræna velferðarstjórn sem lofaði miklum breytingum í Íslenskum sjávarútvegi fjórum árum áður, en stóð ekki við neitt í þeim málum frekar en öðrum. Við tók ríkisstjórn Sjálfstæðis- og Framsóknarmanna sem alltaf hafa varið núverandi kvótakerfi. Afrek þeirrar ríkisstjórnar á sínum fyrstu mánuðum eru nú þegar töluverð, samanber kvótasetning á blálöngu og fleiri tegundum sem engin smábátaútgerð bað um, ekki frekar en stækkun smábáta úr 15 tonnum í 30, að ósk hinna örfárra stærstu en gegn heildarhagsmunum þjóðarinnar. Sorglegast af öllu er þó að horfa upp á minnihlutaflokkana á Alþingi sem virðast hafa það eina fram að færa, að skattar verði hækkaðir á útgerðina, sem að sjálfsögðu leysir ekki neitt. Vandamálin eru því óbreytt, sjórinn er fullur af tegundum eins og t.d. ýsu sem enginn má veiða vegna þess að Hafró segir að það sé engin ýsa í sjónum og Fiskistofa kórónar síðan bullið með því að lýsa því yfir, að samkv. nýjustu útreikningum þeirra, þá sé brottkast á fiski á Íslandsmiðum úr sögunni. Margt mætti telja upp, en ég ætla að enda þennan kafla um sjávarútveginn með orðum starfsmanna Fiskistofu, sem sagði við mig á bryggjunni eftir að kvótasetning á keilu og löngu hafði tekið gildi um 2000:
�??Núverandi kvótakerfi er sennilega eitthvað það skelfilegasta og versta fiskveiðistjórnarkerfi sem nokkurn tímann hefur verið fundi upp, hvað þá unnið eftir.”
�?að er nákvæmlega ár síðan ég sagði mig frá allri pólitík og þó svo að réttlætiskenndin ólgi stundum í blóðinu, þá er það nú orðið þannig að þar sem maður þekkir nú orðið hvernig pólitíkin virkar, þá er nú ekki laust við að það sæki stundum að manni létt velgju tilfinning á köflum, en það verður kosið til bæjarstjórnar í vor og nú þegar liggur fyrir að einhverjar breytingar verði í forystusveit meirihluta stjórn sjálfstæðismanna. Einnig er ljóst að breytingar verði hjá Vestmannaeyjalistanum, þar sem margir reynsluboltar hafa horfið af vellinum en um leið hefur Björt framtíð gengið til liðs við Vestmannaeyjalistans. Ekki geri ég mér grein fyrir því hvaða áhrif það hefur, ég er hinsvegar meiri spenntur fyrir því að eftir því sem hvíslað hefur verið að mér, þá verði að öllum líkindum fleiri framboð fyrir vorið. Enda finnst mér vera komin töluverð þreyta í þetta ágæta fólk sem situr í núverandi bæjarstjórn, að maður tali nú ekki um þá staðreynd að hið mikla forskot sem meirihlutinn fékk fyrir 8 árum síðan með sölu hluts okkar í HS veitum uppá 3,6 milljarða og ágætis plan hjá þeim um að verja þá upphæð og nota einungis vextina til góðra verka sé hugsanlega að fara til verri vegar enda nokkuð ljóst að kostnaður við Eldheima uppá sirka milljarð sem og kostnaður við Fasteign uppá sirka 1600 milljónir mun taka drjúgt af þeirri upphæð. Einnig er ljóst að það stefnir í mikið vandamál í sorphirðumálum okkar Eyjamanna og mér er sagt að meirihlutinn hafi ekki áhuga á að kaupa nýja brennslu enda kostnaður við slíkt alveg gríðarlegur, og sem dæmi um hvaða breytingar þetta hefur haft á mína útgerð, þá var þetta þannig að fram á síðasta vetur var höfnin með gáma fyrir rusl frá öllum útgerðum á bryggjunum og maður fékk rukkun upp á nokkur þúsund á hverju ári í sorphirðugjöld. En í síðasta mánuði fór ég með eina ferð af rusli upp í Sorpu og fékk reikning upp á rúmar 20 þúsundir. Einnig hef ég tekið eftir því að eftir að gámarnir voru aflagðir, þá hefur sorp aukist verulega í höfninni, sem er nú ekki gott fyrir smábáta. �?g veit reyndar að hafnarstarfsmennirnir gera sitt besta til að þrífa þetta reglulega, en fyrir mitt leiti þá mun það hafa töluverð áhrif á það hvað ég kem til með að kjósa í vor, hverjir koma með bestu lausnina á þessu sorp-vandamáli. �?g sé reyndar að meirihlutinn er að kenna fyrrum umhverfisráðherra Vinstri grænna um að hafa lokað brennslunni, sem er að vissu leiti rétt, en hafa verður þó í huga að mengunin frá brennslunni var langt yfir þeim viðmiðunarmörkum sem leyfð eru. Nú eru hinsvegar komnir nýir aðilar í landsstjórnina svo það er spurning hvort að ekki verði bara kveikt aftur á brennurunum, enda virðist stundum eins og sumir megi hreinlega gera hlutina eins og þeim sýnist en það kemur þó í ljós.
�?ska öllum Eyjamönnum og landsmönnum gleðilegra jóla og gleðilegs árs, og takk fyrir það liðna.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst