Alþingiskosningar eru í nánd og okkar sjálfstæðismanna bíður það verk að stilla upp öflugum framboðslista hér í Suðurkjördæmi. �?g hef verið oddviti sjálfstæðismanna og leitt flokkinn í kjördæminu í gegnum tvennar kosningar þar sem Suðurkjördæmi hefur orðið eitt sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins á landsvísu. �?g óska nú eftir umboði sjálfstæðismanna til þess að gera það í þriðja sinn og nýta reynslu mína í þágu okkar góða kjördæmis. Á kjörtímabilinu hefur orðið alger viðsnúningur í íslensku efnahags- og atvinnulífi fyrir tilstuðlan skýrrar stefnu ríkisstjórnarinnar. Hallarekstri hefur verið snúið í afgang, skuldasöfnun stöðvuð og skattar lækkaðir. Almenningur nýtur þess í auknum kaupmætti og bættum hag.
Fyrir síðustu kosningar lögðum við áherslu á það að verðmætasköpun væri forsenda velferðar og að við þyrftum að koma atvinnulífinu í gang. �?að er því einkar ánægjulegt fyrir mig sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra að leggja mín verk og ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda. Á kjörtímabilinu hefur regluverk verið einfaldað, nýsköpun og frumkvöðlastarf tekið stakkaskiptum, fjárfestingar í atvinnulífinu aukist og atvinnuleysi nánast verið útrýmt. Um 17.000 störf hafa orðið til í samfélaginu frá upphafi kjörtímabilsins sem þýðir að á milli 450-500 störf hafa orðið til á hverjum mánuði frá því að þessi ríkisstjórn tók við. Í öllum þeim málaflokkum sem mér hefur verið falin ábyrgð á hafa verið sett fram skýr markmið til framtíðar sem unnið er eftir í góðu samstarfi við atvinnulífið. Hér í Vestmannaeyjum hefur ýmislegt áunnist á mínu málefnasviði og má þar nefna nýlegan samning við HS Veitur um uppsetningu á varmadælu í Eyjum sem kemur til með að bæta orkuöryggi Eyjanna oglækka húshitunarkostnað Eyjamanna um rúmlega 10%. EInnig var ánægjulegt að koma að því verkefni að setja á laggirnar nám í haftengdri nýsköpun í samstarfi við bæjaryfirvöld og Háskólann í Reykjavík.
�?g er þakklát fyrir þá hvatningu og umsagnir sem ég hef fengið frá foyrstumönnum í ferðaþjónustu, iðnaði, orkugeiranum, nýsköpun, tónlistar- og kvikmyndaiðnaði sem ég hef unnið þétt með á kjörtímabilinu. �?að er ánægjulegt að mörg þessara verkefna hafa verið unnin í Suðurkjördæmi. Nú byggjum við ofan á þennan árangur, verðmætasköpunin er nefnilega forsenda velferðar. Á næsta kjörtímabili þarf að sækja fram á þeim sviðum sem við erum öll sammála um að þurfi að efla – við munum leggja alla áherslu á uppbyggingu innviða í grunnstoðum samfélagsins, svo sem samgöngumálum, heilbrigðis- og menntamálum. Nýsmíði Herjólfs er þar í algjörum forgangi og verður þeirri mikilvægu framkvæmd komið í traustan farveg fyrir lok þessa kjörtímabils til þess að ljúka megi því brýna verkefni að tryggja traustar samgöngur til framtíðar á milli lands og Eyja.
Tökum höndum saman sjálfstæðismenn og sýnum hvers við erum megnug og tryggjum góða þátttöku í prókjörinu á laugardag – ég óska eftir stuðningií 1. sæti.
Ragnheiður Elín Árnadóttir
iðnaðar- og viðskiptaráðherra