Á fundi fræðsluráðs fyrr í þessum mánuði kynnti skólastjóri Grunnskóla Vestmannaeyja (GRV) helstu niðurstöður samræmdra prófa haustið 2016 í fjórða og sjöunda bekk.
Í haust voru prófin í fyrsta skiptið á rafrænu formi og helstu niðurstöður eru þær að árangur í stærðfræði í 4. og 7. bekk voru sérstaklega ánægjulegar eða nálægt 32 sem er vel yfir landsmeðaltali. Árangur í íslensku er við landsmeðaltal í 7. bekk en undir 28 í 4. bekk sem er vel undir landsmeðaltali.
Fræðsluráð segir ánægjulegt að sjá miklar framfarir í 7. bekk frá samræmdum prófum þeirra í 4. bekk og þá sérstaklega í stærðfræði. �??GRV virðist vera með fleiri nemendur með háar einkunnir og færri með mjög lágar einkunnir. Nauðsynlegt er jafnframt fyrir skólastjórnendur að greina ástæður þess að námsárangur, þá sérstaklega í íslensku, taki ekki meiri framförum en raun ber vitni og hvaða hugsanlegu ástæður gætu legið þar að baki,�?? segir í fundargerð.