Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum
2. janúar, 2019
Vestmannaeyjahöfn.

Samkvæmt tölum frá Byggðastofnun var lækkun um milljarð eða 20% á atvinnutekjum í fiskvinnslu í Vestmannaeyjum á árunum 2016-2017. Veiðigjöldin kalla á aukna hagræðingu og störfum í landi fer fækkandi. Íslandsbanki gaf í lok árs út skýrslu um sjávarútveginn á Íslandi og á þeirri kynningu var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi, blaðamaður hafði samband við framkvæmdastjóra Ísfélagsins og Vinnslustöðvarinnar til að kanna stöðuna og framhaldið.

Stefán Friðriksson, framkvæmdarstjóri Ísfélagsins

Reksturinn árið 2018 er ugglaust vonbrigði hjá mörgum
„Launagreiðslur Ísfélagsins í landdeildum félagsins í Vestmannaeyjum hafa eitthvað lækkað milli ára og ástæðan er fyrst og fremst vegna þess að vinnsla á uppsjávarfiski hefur minnkað í magni en breytingin er ekki stórvægileg,“ sagði Stefán Friðriksson framkvæmdastjóri Ísfélagsins, aðspurður út í lækkun á atvinnutekjum í fiskvinnslu á árunum 2016 til 2017. Hann sagði jafnframt að erfitt væri að svara hvort heildarlaunakostnaður í fiskvinnslu muni halda áfram lækka, „en það gefur auga leið að hjá Ísfélaginu fer það fyrst og fremst eftir umsvifum félagins í uppsjávarvinnslunni.“

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka hefur starfsmannafjöldi  helmingast í fiskvinnslu en afköst orðið helmingi meiri. Einnig kom fram að fjöldi starfa í landvinnu hafi minnkað og þá sérstaklega kvennastörf á landsbyggðinni. Eru þetta staðreyndir sem Ísfélagið getur speglað sig í? Það má gera ráð fyrir því að með nýrri tækni sem sagt eins og vatnsskurðarvélum, fækki störfum í snyrtingu eða þá að afköst aukist með sama starfsmannafjölda. Á undanförnum árum hefur fjöldi kvenna í fiskvinnslu verið svipaður í fiskvinnslu Ísfélagsins.

Á kynningu Íslandsbanka var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi. Er það staðreynd? Reksturinn árið 2018 er ugglaust vonbrigði hjá mörgum meðal annars vegna hárra veiðigjalda og hækkandi olíukostnaðar.

Nú er árið senn á enda, hvernig sjáið þið fyrir ykkur næsta ár?  Um það er erfitt að spá en almennt má segja að rekstrarafkoma Ísfélagsins fari eftir því hvernig til tekst á loðnuvertíðinni. Eins og staðan er núna er algjör óvissa um hvort leyfðar verða veiðar á loðnu í vetur og þar af leiðandi útilokað að geta sér til um hvernig afkoma félagsins verður.

 

Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdarstjóri VSV

Veiðigjöldin munu grafa undan styrk íslensks sjávarútvegs til framtíðar
„Krónan lækkaði talsvert á milli áranna 2016 og 2017 sem skýrir lækkunina,“ sagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar aðspurður út í lækkun á atvinnutekjum í fiskvinnslu á árunum 2016 til 2017. „Við höfum líka séð verðlækkun eins og í karfa, ufsa og síld á tímabilinu í erlendri mynt.  Við höfum séð krónuna veikjast undanfarið sem hjálpar til og eykur möguleika sjávarútvegs sem og annarra útflutningsgreina eins og ferðaþjónustu.“

Samkvæmt skýrslu Íslandsbanka hefur starfsmannafjöldi helmingast í fiskvinnslu en afköst orðið helmingi meiri. Einnig kom fram að fjöldi starfa í landvinnu hafi minnkað og þá sérstaklega kvennastörf á landsbyggðinni. Eru þetta staðreyndir sem Vinnslustöðin getur speglað sig í? Auðvitað kalla veiðigjöld á hagræðingu sem leiðir til fækkunar starfa.  Þau munu líka grafa undan styrk íslensks sjávarútvegs til framtíðar og þar með þeim byggðum þar sem sjávarútvegur er mikilvægur.  Á endanum mun þjóðin svo tapa á öllu saman.  Við höfum séð fækkun starfa samhliða tæknivæðingu félagsins.  En tæknivæðing kallar á annars konar starfsfólk, þ.e.a.s. fólk með tæknimenntun og þekkingu á umsjón þeirra.  Við þurfum að sjá konur koma meira inn í tæknistörfin.  Möguleikar þeirra eru ekki lakari en karla.

Á kynningu Íslandsbanka var því kastað fram hvort 2018 yrði vonbrigði í sjávarútvegi. Er það staðreynd? Já, það er rétt.  Sérstaklega hjá þeim sem stunda botnfiskvinnslu.  Árið 2018 verður ekki gott hjá þeim. Hjá okkur má ekki gera lítið úr samdrætti á humarveiðum sem skapar færri störf og minni tekjur.

Nú er árið senn á enda, hvernig sjáið þið fyrir ykkur næsta ár?  Árið 2019 hefst með hefðbundum hætti, fullkominni óvissu í loðnuveiðum.  Hjá okkur í Vinnslustöðinni sjáum við fyrir endann á framkvæmdum og við munum taka okkur hlé á næstunni.  Nú þurfum við að skipuleggja rekstur félagsins í takt við breytingar sem hafa orðið í tengslum við tæknivæðinguna.

 

 

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst