Árið byrjaði með útkalli
1. janúar, 2014
Litlu munaði að illa færi þegar eldur kom upp í ruslagámi í húsasundi við húsnæði Póstsins við Vestmannabraut. Slökkvilið og lögregla fengu boð frá Neyðarlínunni rétt fyrir klukkan tvö í nótt um eld í ruslagámi en þegar lögreglan kom á staðinn, stóðu eldtungurnar upp með vegg íbúðarhúss við húsasundið og hinu megin við eldinn, var sendibifreið sem skemmdist nokkuð í brunanum. Lögreglumennirnir náðu hins vegar tökum á eldinum áður en hann náði að læsa sig í bifreiðinni eða húsinu en Slökkvilið Vestmannaeyja slökkti svo endanlega í eldinum.
�??�?etta hefði getað farið mjög illa enda bíll alveg við eldinn og mér skilst að eldtungurnar hafi teygt sig upp í þakskegg hússins sem er hér við húsasundið. En sem betur fer var gangandi vegfarandi með athyglina í lagi því húsasundið er ekki fyrir allra augum og ljóst að ef enginn hefði komið auga á eldinn svo snemma, hefði þetta getað farið mjög illa,” sagði Ragnar Baldvinsson, slökkviliðsstjóri en hann bætti því við að samkvæmt upplýsingum frá lögreglu, benti allt til þess að kviknað hafi í út frá flugeldi.
Með fréttinni fylgir myndband af brunanum.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst