Kvenfélagið Líkn verður með sína árlegu merkjasölu n.k. föstudag 20. maí fyrir utan Vöruval, Krónuna og Bónus. Merkið kostar 1000 krónur og rennur allur ágóði af sölunni til kaupa á eftirlitsbúnaði á sjúkradeild Heilbrigðisstofnunar Suðurlands hér í Eyjum. Vinsamlegast takið vel á móti sölukonum Kvenfélagsins og munið að margt smátt gerir eitt stórt.