Mér er færð svona síld og ég framsendi hana til þingmanna. �?eir eiga það skilið,�?? segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, sem í dag mætti í Alþingishúsið klyfjaður jólasíld. �??�?etta er bara bragðbætt innlegg í kærleikann.�??
�??Í nokkur ár hef ég alltaf fært þingmönnum jólasíldardós. �?etta er hefðbundið. �?etta byrjaði fyrir nokkrum árum þegar ég var enn á þingi,�?? segir Árni. Hann segir þingmennina eiga skilið að fá eitthvað gott, nægu aðkasti verði þeir fyrir.
Síldinni raðaði Árni upp á borði í bílastæðakjallara Alþingishússins og setti miða á áberandi stað til að tilkynna þingmönnum að þeir gætu hver og einn nálgast sína dós af jólasíldinni frá Vestmannaeyjum. �?ar var að finna kveðju frá Binna [Sigurgeir Brynjari Kristgeirssyni] í Vinnslustöðinni og bréfið undirritað með vinarþeli frá Árna. �??�?g fæ síldina þar. �?að er ekki ljótt að senda kveðju,�?? segir Árni en tekur fram að gjöfin sé alfarið á sína ábyrgð