Handknattleiksdeild ÍBV hefur samið við Arnór Viðarsson um framlengingu á samningi hans við félagið. Arnór er kraftmikil skytta sem hefur vaxið gífurlega í sínum leik undanfarin ár. Hann er tvítugur en hefur mikla reynslu í Olís deildinni miðað við aldur. Arnór hefur leikið með yngri landsliðum Íslands og leikur nú með U-21 árs landsliðinu og hefur staðið sig afar vel á þeim vettvangi. “Við erum afar ánægð með Arnór muni áfram leika með ÍBV og hlökkum til áframhaldandi samstarfs,” segir í tilkynningu frá félaginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst