Guðmundur �?órður Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik karla, hefur orðið að gera talsverðar breytingar á landsliðshópnum sem hann fer með til Noregs í fyrramálið þar sem íslenska landsliðið tekur þátt í fjögurra liða móti sem hefst á fimmtudaginn. www.mbl.is greindi frá.
Theodór Sigurbjörnsson og Aron Rafn Eðvarðsson, leikmenn ÍBV hafa dregið sig úr hópnum. �?lafur Andrés Guðmundsson, �?lafur Bjarki Ragnarsson, �?lafur Gústafsson, Ýmir �?rn Gíslason hafa einnig allir dregið sig út úr hópnum. Flestir vegna meiðsla en einnig af persónulegum ástæðum. Í þeirra stað hefur Guðmundur kallað inn í hópinn Elvar �?rn Jónsson og Teit �?rn Einarsson, leikmenn Selfoss, Ágúst Birgisson úr FH og Haukamanninn Daníel �?ór Ingason. Fjórir leikmenn hafa verið kallaðir inn í B-landsliðið í handknattleik og þar á meðal er Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson.
Upphaflega voru 20 leikmenn í hópnum sem Guðmundur valdi um miðjan síðasta mánuð. Sex þeirra eru hrokknir úr skaftinu. Átján leikmenn fara til Noregs á morgun. Mótið hefst á fimmtudaginn í Sötra Arena í nágrenni Björgvinjar í Noregi. Fyrsti leikur íslenska liðsins verður við norska landsliðið á fimmtudag. Síðan mæta Íslendingar Dönum á laugardag og heimsmeisturum Frakka daginn eftir.