Ársfundi Byggðastofnunar, sem fara átti fram í Eyjum á morgun, miðvikudag, hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Fundurinn átti að hefjast klukkan 12:00 og standa til 16:00 og vera öllum opinn en ekki er ólíklegt að eldsumbrotin í Grímsvötnum hafi orðið þess valdandi að fundinum hefur nú verið frestað.