Síðastliðið ár var mjög gott varðandi bruna og önnur tjón.
Slökkvilið Vestmannaeyja var kallað út af neyðarlínunni 9 sinnum á árinu 2015 og í flestum tilvikum var um minniháttar tjón að ræða. �?etta voru aðalega óhöpp eins og eldur á byrjunarstigi,umferðaslys,vatnslekar,sinueldur,og eiturefni.
�?á heimsóttum við mörg fyritæki og stofnanir bæði til að kynna okkur staðhætti, og einnig vorum við með eldvarnakynningu fyrir starfsfólk. �?fingar hjá liðinu voru 26 á árinu. Einnig fóru slökkviliðsmenn í læknisskoðun og þolpróf.
Einnig standa slökkviliðsmenn vaktir þegar skip frá oliufélögunum koma með bensínfarm til losunar hér í eyjum og var það í 9 skipti á árinu. Eldvarnaeftirlitið sér einnig um umsagnir til sýslumanns fyrir gististaði, veitingastaði og samkomustaði þær umsagnir voru 54 á árinu, einnig voru gerðar 28 brunavarnaskýrslur fyrir stærri byggingar. Eins og undanfarin ár tók slökkviliðið þátt í í eldvarnaviku Landssamband slökkviliðsmanna í byrjun desember. �?að heimsóttu okkur 48 grunnskólabörn og kennarar á slökkvistöðina þar var farið yfir eldvarnir á heimilum og börnin skoðuðu tæki og tól. �?á voru kennarar látnir slökkva eld með eldvarnateppi. Síðan var öllum keyrt á slökkvibílum aftur í skólann.
�?ar sem ég er að eldast og ekki not fyrir mig lengur í slökkviliði vestmannaeyja vil eg þakka samstarfsmönnum og bæjarbúum fyrir gott samstarf undafarin 44 ár.
8.febrúar 2016.
Eyjakveðja.
Ragnar �?ór Baldvinsson