Ásgeir Aron Ásgeirsson sem gekk til liðs við ÍBV frá Fjölni í vetur mun ekki geta leikið með sínu nýja félagi í fyrsta leik Pepsi-deildarinnar gegn Fram þar sem hann á eftir að taka út leikbann frá síðustu leiktíð. Ásgeir Aron er eini leikmaðurinn í efstu deild sem er í leikbanni í fyrstu umferð en þó er Friðrik Ellert Jónsson sjúkraþjálfari Vals einnig í banni og Guðmundur Steinn Hafsteinsson sem var lánaður frá Val í HK á dögunum einnig.