„Við höfum fengið góð viðbrögð frá félagsmönnum okkar, en lítið heyrt frá öðrum félögum nema þetta var mikið rætt á formannafundi sem ég var að koma af,“ sagði Arnar Hjaltalín, formaður Drífanda stéttarfélags, sem á fundi í síðustu viku hvatti ASÍ til að segja samningum upp. Forsendur þeirra væru brostnar.