Aska skemmdi skrúfu dýpkunarskips
27. september, 2010
Fíngerð aska í Landeyjahöfn hefur skemmt skrúfubúnað dýpkunarskipsins Perlu. Ekki er búist við að viðgerð ljúki fyrr en um næstu helgi. Tvær síðustu ferðir Herjólfs féllu niður í gær vegna veðurs og sjólags í Landeyjahöfn. Skipið kenndi þar grunns tvisvar í gær. Skipstjóri á Herjólfi segir að vel hafi gengið að sigla um nýju höfnina í morgun. Hann segir að ástæða þess að skipið tók niðri í gær hafi verið mikil ölduhæð, en hún var um 3,5 metrar. Svo virðist sem ekki sé hægt að sigla skipinu um nýju höfnina fari ölduhæð yfir þrjá metra.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst