�??Í samráði við fjölskyldu mína og stuðningsmenn allstaðar í kjördæminu hef ég ákveðið að bjóða mig fram í fyrsta til annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri flokksins í Suðurkjördæmi 10. september nk.,�?? segir Ásmundur Friðriksson, alþingismaður Sjálfstæðisflokks í Suðurkjördæmi.
�??�?egar líður að kosningum og raðað verður að nýju á lista flokksins er mikilvægt að kjósendur hafi frjálsar hendur um uppstillingu á listann en Sjálfstæðisflokkurinn hefur treyst kjósendum flokksins fyrir því vali. �?g hef haft mikla ánægju af því að vinna fyrir alla íbúa í kjördæminu frá síðustu kosningum, deila með þeim gleði og sorg og taka undir vagninn með fólki þegar aðstoðar hefur verið þörf.
�?g lýsi því yfir að ég er tilbúinn til að taka að mér forystuhlutverk á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust ef ég fæ til þess stuðning, en af hógværð sækist ég eftir fyrsta til öðru sæti. �?g hef sýnt það að ég læt verkin tala og stend með sannfæringu minni eins og fram hefur komið í mörgum málum. �?g mun halda áfram á þeirri braut sem ég hef markað mér og vinna með fólkinu og atvinnulífinu í Suðurkjördæmi fái ég til þess stuðning í prófkjörinu 10. september,�?? segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður.