Ásmundur - Stefán Runólfsson 90 ára í gær
11. september, 2023

Stefán er fæddur í Vestmannaeyjum og ólst þar upp. Hann gekk í Barnaskólann í Vestmannaeyjum og að loknu fullnaðarprófi innritaðist hann í Gagnfræðaskóla Vestmannaeyja og lauk þaðan gagnfræðaprófi.

Stefán hóf að vinna við fiskvinnslu fermingarárið 1947 sem sumarmaður. Vorið 1950 hóf hann störf hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja sem aðstoðarverkstjóri, þá aðeins 16 ára. Frá árinu 1953 til 1962 var hann yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu. Stefán var ráðinn framkvæmdastjóri Hraðfrystistöðvar Keflavíkur árin 1962 og 1963. Árin 1964 til 1974 var hann yfirverkstjóri hjá Fiskiðjunni hf. í Vestmannaeyjum. Stefán var ráðinn framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar hf. í Vestmannaeyjum árið 1974, en Vinnslustöðin er og var eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki Íslendinga. Hjá fyrirtækinu starfaði hann til ársins 1988. Hann varð framkvæmdastjóri Hraðfrystihúss Stokkseyrar frá miðju ári 1988 til ársins 1992 er það var sameinað öðrum rekstri.

Hann vann um tíma hjá Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins eða þar til hann réðst til skoðunarstarfa, sem skoðunarmaður með sjávarútvegs- og fiskvinnslufyrirtækjum. Fyrst til Rýnis skoðunarstofu og síðar til Nýju skoðunarstofunnar hf. Stefán starfaði við fiskvinnslu og sjávarútveg, og störf tengd grunnatvinnuvegi þjóðarinnar í yfir fimmtíu ár. Hann var á einn eða annan hátt við stjórnvölin í öflugum fyrirtækjum á mesta framfaraskeiði og tæknibyltingu sem átti sér stað í veiðum og vinnslu sjávarafurða og ekki sér enn fyrir þeirri þróun.

Stefán valdist snemma til starfa í félögum tengdum störfum hans og rekstri sjávarútvegsfyrirtækjanna í Eyjum. Hann sat í stjórn Verkstjórafélags Vestmannaeyja um árabil og síðar í stjórn Vinnuveitendafélags Vestmannaeyja í fjölda ára og var formaður þess um tíma. Hann var í stjórnum dótturfélaga fiskvinnslufyrirtækjanna í Vestmannaeyjum, þ.e. Lifrarsamlags Vestmannaeyja, Samfrosts, Stakks hf – þurrkhúss og Klakks hf – útgerðarfélags.

Stefán sat í stjórn SÍF í tólf ár frá 1975 til 1987 og gegndi þar mörgum trúnaðarstörfum. Stefán fór fjölmargar söluferðir með framkvæmdastjórum SÍF til saltfiskkaupenda erlendis þar sem reynsla hans og þekking á íslensku sjávarfangi nýttist íslenskri framleiðslu til að ná sem bestum verðum. Stefán var vegna reynslu sinnar jafnan fundarstjóri á aðalfundum SÍF, auk þess sem hann var félagslegur endurskoðandi félagsins á árunum 1987-1992. Hann sat í stjórn Samlags skreiðarframleiðenda frá 1975 til 1990, í stjórn Umbúðamiðstöðvarinnar hf. og Félags síldarsaltenda á Suður- og Vesturlandi um árabil. Hann sat sem fulltrúi Vestmannaeyja á fjölmörgum þingum Fiskifélags Íslands og um tíma í varastjórn þess félags.

Stefán átti sæti í undirbúningsnefnd að stofnun Herjólfs hf. í Vestmannaeyjum. Hann sat síðan í stjórn félagsins frá stofnun 1975 til 1988 og var þann tíma varaformaður stjórnar.

Stefán varð félagi í Oddfellowstúkunni Herjólfi I.O.O.F í Vestmannaeyjum 1961. Stefán varð stofnfélagi Oddfellowstúkunnar Hásteins I.O.O.F á Selfossi og sækir enn fundi í stúkunni. Í báðum þessum stúkum hefur hann gegnt öllum helstu trúnaðarstörfum, auk þess sem hann hefur unnið í nefndum á vegum Stórstúku Oddfellowreglunnar á Íslandi. Hann hefur m.a. verið sæmdur æðsta heiðursmerki Oddfellowreglunnar á Íslandi. Stefán var félagi í Rotaryklúbbi Vestmannaeyja 1964 til 1975, sat í stjórn klúbbsins og var forseti hans um eins árs bil.

Stefán var formaður Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja í átta ár og sat í stjórn þess í fimmtán ár. Var í kjördæmisráði flokksins í Suðurlandskjördæmi um árabil, sat tvö kjörtímabil í bæjarstjórn Vestmannaeyja sem vara- og aðalbæjarfulltrúi. Í hafnarstjórn Vestmannaeyja í 12 ár og æskulýðs- og tómstundaráði til fjölda ára, auk þess sem hann gegndi fjölda annarra trúnaðarstarfa fyrir flokkinn og sækir enn reglulega Landsfundi og vikulega félagsfundi hjá Eldri sjálfstæðismönnum í Valhöll.

Ungur að árum hóf Stefán að æfa og keppa í frjálsum íþróttum og knattspyrnu með Íþróttafélaginu Þór í Vestmannaeyjum. Hann sat í stjórn Þórs árin 1949 til 1962 og var gjaldkeri félagsins frá 1954 til 1962. Hann var formaður Íþróttabandalags Vestmannaeyja 1964 til 1977 að einu ári undanskildu. Stefán átti mikinn þátt í eflingu knattspyrnunnar í Vestmannaeyjum, en undir hans stjórn var ÍBV eitt af stóru liðunum á Íslandi. ÍBV varð bikarmeistari í fyrsta skipti árið 1968 og Íslandsmeistari árið 1979, árið eftir að Stefán hættir.

Stefán sat í stjórn undirbúningsnefndar að byggingu íþróttamiðstöðvarinnar í Vestmannaeyjum 1973 og var síðar formaður bygginganefndarinnar til 1976 er byggingu lauk. Frá opnun var hann stjórnarformaður íþróttamiðstöðvarinnar til 1988.

Stefán var sæmdur gullmerki íþróttafélagsins Þórs og er heiðursfélagi félagsins. Hann hefur verið sæmdur gullmerki ÍSÍ og æðsta heiðursmerki sambandsins, Gullkrossi ÍSÍ og nú síðast Heiðursfélagi ÍSÍ. Þá var hann sæmdur Gullmerki KSÍ, Gullmerki ÍBV og æðsta heiðursmerki ÍBV, Gullkrossi ÍBV. Stefán var sæmdur Riddarakrossi hinnar Íslensku fálkaorðu af forseta Íslands Hr. Ólafi Ragnari Grímssyni á Bessastöðum 17. júní 2003, fyrir störf sín að félags og sjávarútvegsmálum.

Stefán naut þeirrar gæfu að bjarga tveimur börnum frá drukknun í höfninni í Vestmannaeyjum. Fyrst árið 1968 og síðan árið 1972 og var af þeim tilefnum heiðraður af Sjómannadagsráði.

Eiginkona Stefáns Runólfssonar var Helga Víglundsdóttir, en hún lést 2015 en þau áttu þrjú börn; Sóley, með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum, maki Þorsteinn H. Kristvinsson. Smári, skrifstofu- og fjármálastjóri, maki Guðrún Jóna Sæmundsdóttir skrifstofumaður og Guðný Stefanía, íþróttafræðingur, maki Jón Hálfdán Pétursson íþróttafræðingur.

Af þessari stuttu yfirferð í lífshlaupi Stefáns Runólfssonar má sjá að hann hefur víða látið að sér kveða og áunnið sér traust samferðarmanna sinna.

Stefán hefur alla tíð verið drifinn áfram af miklum innri krafti og haft gott lag að fá samstarfsmenn sína og vini til að hrífast með sér í þeim verkefnum sem hann hefur tekið að sér eða verið trúað fyrir. Stefán er af þeirri kynslóð stjórnenda sem tók virkan þátt í starfseminni sem hann stjórnaði. Stefán er hreinskiptinn og talaði við menn á íslensku ef eitthvað bjátaði á. En aldrei brældi svo mikið að hann dytti ekki í dúna logn á eftir, enda er Stefán ákaflega kurteis og dagfarsprúður maður af upplagi.

Þegar ég horfi til baka yfir samstarf okkar fannst mér sem vetrarvertíðin byrja í þegar Stefán mætti í stígvélunum í vinnuna með þau aðeins niður brett og tók gjarnan spúl í höndina til að þrífa gólfið í móttökunni eða planið fyrir utan þegar mest gekk á. Stefán sleppti ekki tækifærinu ef hann gat sest niður og tekið starfsmenn tali. Þá var gantast sem aldrei fyrr og var það stundum ekki fyrir viðkvæma. Þó hann væri harður í horn að taka þegar því var að skipta var hann réttsýnn og vinur starfsfólksins sem tók þátt í gleði þess og sorgum. Samstarfsmenn og starfsfólk áttu í honum traustan vin og félaga. Umhyggju hans fyrir starfsfólki sem vann hjá honum er viðbrugðið, þegar slys eða sorg bar að. Þá var Stefán ávallt mættur og sýndi úr hverju hann var gerður. Það er hægt að reiða sig á traust hans eins og Heimaklett sem aldrei bifast.

Ég vil á þessum merku tímamótum óska kærum vinni og félaga til hamingju með daginn og merkilegt lífshlaup. Ég þakka Stefáni leiðsögnina í meira en 40 ár. Vináttuna okkar Siggu við hann og Helgu sem var okkur svo kær eins og fjölskylda hans öll. Lífshlaupið er skóli alla daga og enn leggur hann mér til góð ráð, hlýju og stuðning í öllu sem ég geri.

Ásmundur Friðriksson.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
Forsida 17 Tbl EF Min
17. tbl. 2024

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson

NÝBURAR

IMG 2234 800x800
28. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Helen Dögg Karlsdóttir og Gísli Ingi Gunnarsson
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst