Allar ábendingar sem berast fræðsluyfirvöldum frá foreldraráðum grunnskóla og snerta aðbúnað nemenda og/eða húsnæði skólanna eru yfirfarnar af viðkomandi skólastjóra og í samvinnu við fulltrúa eignadeildar sem sér um viðhald og endurbætur á fasteignum sveitarfélagsins. Viðhaldi og endurbótum á skólabyggingum er aðallega sinnt yfir sumartímann, en aðkallandi viðhaldsverkefnum og viðgerðum er að sjálfsögðu sinnt eftir þörfum á skólatíma. �?annig háttar t.d. til varðandi ýmsar athugasemdir foreldraráðs Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri varðandi íþróttahús skólans, sem vísað er til í bókun foreldraráðs á fundi skólanefndar þann 18. nóvember sl., og mun viðgerðum ljúka á næstu dögum.
Í tilefni fréttar í Ríkisútvarpinu/sjónvarpi laugardaginn 16. desember sl. um ástand brunavarna í Barnaskólanum á Eyrarbakka og Stokkseyri óskaði bæjarstjóri Árborgar eftir sérstakri úttekt Brunavarna Árnessýslu á ástandi brunavarna í skólanum. Kristján Einarsson, slökkviliðsstjóri, skilaði skýrslu til bæjarstjóra 19. desember sl. Í skýrslu Kristjáns rekur hann ítarlega þá þætti sem lúta að brunavörum skólans. Fram kemur í skýrslunni að ástand brunavarna í skólanum sé almennt gott og skólabyggingin sé ekki gildra. Skýrsluhöfundur leggur til ákveðnar úrbætur á flóttaleiðum á annarri hæð skólans og verður farið í þær endurbætur á næstu vikum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst