Á fundinum var greint frá kostnaðarmati eins reyndasta sérfræðings hér á landi sem við sitt mat naut aðstoðar þekktra sérfræðinga frá stærstu ráðgjafarstofu Noregs. Áður hafa komið að kostnaðaráætlunum á umræddu mannvirki þeir aðilar sem mesta reynslu hafa af kostnaðaráætlunum byggðum á rauntölum fyrir jarðgangagerð hérlendis
auk sérfræðinga frá einu stærsta verkfræðifyrirtæki Evrópu.
Niðurstöður allra þessara aðila eru að jarðgöng til Vestmannaeyja kosti að lágmarki tvöfalda þá upphæð sem nefnd er í grein Árna og þá miðað við allgóðar aðstæður.
Tala Árna er fengin hjá einum starfsmanni sænsks verktakafyrirtækis án þess þó að viðkomandi fyrirtæki vilji taka ábyrgð á niðurstöðunni. Er vandséð að sú kostnaðaráætlun geti verið meira rökstudd en þær sem áður voru nefndar.
Á fundinum gerðum við grein fyrir þeirri skoðun okkar að ekki væri þörf á frekari rannsóknum til að skera úr um það hvort jarðgöng til Vestmannaeyja gætu verið arðsöm framkvæmd.
�?að er því ekki rétt sem haldið er fram í grein Árna Johnsen í Morgunblaðinu 15. febrúar að Vegagerðin hafi lýst því yfir á umræddum fundi að hún muni koma að frekari rannsóknum á jarðgangahugmyndinni.
Fleiri staðreyndarvillur má finna í þeirri grein, svo sem þá að hver kílómetri í Héðinsfjarðargöngum
kosti 500 m.kr. með öllu, þegar rétt tala er yfir 700 m.kr. �?llum sem þekkja til jarðfræði Vestmannaeyjasvæðisins ætti að vera ljóst að aðstæður til jarðgangagerðar eru alls ekki sambærilegar við Héðinsfjörð eða Hvalfjörð, sem vitnað er til í greininni, og enn síður við aðstæður í Noregi og Færeyjum sem líka er vitað til.
�?að er einnig rangt að Vegagerðin hafi afneitað hugmynd um gangagerð með gangaborvél, því þótt sú aðferð sé mun dýrari gætu jarðfræðilegar aðstæður krafist þess að slíka aðferð þyrfti að nota.
Hreinn Haraldsson og Jón Rögnvaldsson.
Heinn er framkvæmdastjóri þróunarsviðs.
Jón er vegamálastjóri.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst