Átti ekki að skipta sér af
11. febrúar, 2014
Héraðsdómur Suðurlands hefur sýknað dyravörð skemmtistaðar í Vestmannaeyjum af ákæru fyrir líkamsárás. Dómurinn segir að dyravörðurinn hafi ekki beitt öðrum aðferðum en nauðsynlegar voru til þess að yfirbuga mann sem að sönnu átti ekki að skipta sér af störfum dyravarðanna.
Dyravörðurinn var ákærður fyrir að hafa tekið manninn, snúið hann niður í götuna og haldið honum föstum nokkra stund, með hönd fyrir bak. Afleiðingarnar voru þær að liðbönd í hægri axlarlið rifnuðu og maðurinn hruflaðist á kinnbeini og augabrún hægra megin.
Dyravörðurinn var að störfum á skemmtistað í umrætt sinn, 17. apríl í fyrra, og þurfti hann ásamt öðrum dyraverði að hafa afskipti af mönnum í átökum á götunni fyrir utan veitingastaðinn. Maðurinn sem kærði dyravörðinn tók ákvörðun um að skipta sér af störfum dyravarðanna og þótti sannað að það hefði hann gert með ógnandi hætti.
�??Af framansögðu er ljóst að ákærða var heimil valdbeiting eins og á stóð og var hún nauðsynleg til þess að afstýra atlögu brotaþola. Með vísan til 12. gr. almennra hegningarlaga var verknaður ákærða því refsilaus og ber því að sýkna hann af öllum kröfum ákæruvaldsins í máli þessu,�?? segir í dómnum.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst