Í dag er öðlingurinn Svavar Steingrímsson í Vestmannaeyjum áttræður. Hann er einn þeirra sem reglulega gengur á Heimaklett og því þótti við hæfi að halda honum veislu á þessu helsta kennileiti Eyjanna. Tóku vinir hans og fjölskylda sig til og slógu upp þjóðhátíðartjaldi á toppi Heimakletts sem átti að koma honum á óvart. �?að heppnaðist því hann sleppti ekki úr túr og var mættur á toppinn um þrjú leytið. �?ar biðu hans veitingar og hlýjar móttökur vina og fjölskyldu í tjaldinu.
Pétur Steingrímsson, sem tók þessar myndir segir ekkert mál að tjalda á toppnum þó nokkuð hafi blásið. �??�?að er svo merkilegt, að þó vindur sé upp í 30 m á sekúndu er algjört logn á toppnum,�?? sagði Pétur.
Svavar er mikill öðlingur og Eyjamaður eins og þeir gerast bestir, glaðvær með notalegan húmor fyrir sjálfum sér og öðrum. Tímalaus höfðingi sem er svo lagið að sjá björtu og líka skoplegu hliðar tilverunnar.