Í gærkvöldi fóru fram undanúrslit og í framhaldinu úrslit Spurningakeppni átthagafélaganna á ÍNN. Átthagafélag Vestmannaeyinga í Reykjavík eða ÁTVR átti þar lið í fjögurra liða úrslitum. �?ar mættu þau Húnvetningum og sigruðu og tryggðu sér þar með þátttöku í úrslitum þar sem þau mættu Siglfirðingum.
�?rslitarimman var æsispennandi. �?egar tvær vísbendingaspurningar, sem gefa 1 til 3 stig, voru eftir leiddu Eyjamenn með tveimur stigum. Siglfirðingar svöruðu þeirri fyrri rétt á fyrstu vísbendingu og komust því yfir með einu stigi. Lokaspurningu keppninnar gat hvorugt liðið svarað við fyrstu vísbendingu. �?nnur vísbending var því lesin og aðeins tvö stig í boði. Okkar fólk náði þá að svara rétt og hlaut því stigin tvö og sigruðu þar afleiðandi keppnina með einu stigi, með 17 stig gegn 16.
Lið ÁTVR, skipuðu þau Gunnar Geir Gunnarsson, sonur Sigrúnar Ingu Sigurgeirsdóttir í Skuld og Gunnars K. Gunnarssonar, Oddgeir Eysteinsson sem er barnabarn Oddgeirs Kristjánssonar, tónskálds, sonur Hrefnu Oddgeirsdóttur/Kristjánssonar og Eysteins �?orvaldssonar. og Linda Kristín Ragnarsdóttir, dóttir Ragnars Jóhannessonar og Hólmfríðar Sigurðardótturdóttir, Fríðu á �?rúðvangi.
�?etta er í þriðja skiptið sem keppnin er haldin og í fyrsta sinn sem ÁTVR tekur þátt.