Sigurður Áss Grétarsson, verkfræðingur hjá Siglingastofnun Íslands, segir ljóst að Herjólfur henti ekki til siglinga við þær aðstæður sem eru við Landeyjahöfn. Breiðafjarðarferjan Baldur, sem er aflminna skip en Herjólfur, hafi þrátt fyrir það átt auðveldara með að sigla inn í höfnina en Herjólfur. Þetta kemur fram á Mbl.is.