ÍBV vann í kvöld auðveldan sigur á Huginsmönnum frá Seyðisfirði á Hásteinsvelli. Leiknum lauk 2:0 fyrir ÍBV en staðan var jöfn í hálfleik.
Charles Vernam og töframaðurinn Bjarni Gunnarsson skoruðu mörk ÍBV en mark Bjarna kom úr vítaspyrnu. Vernam átti örugglega á annan tug skota í leiknum en mark hans kom eftir sléttar 46 mínútur.
ÍBV var mun betra liðið í kvöld en Huginsmenn ætluðu klárlega að liggja til baka og beita skyndisóknum. �?eir spila í 1. deildinni og hefur gengið ágætlega það sem af er sumri.
Nokkir ungir leikmenn fengu að spreyta sig í liði ÍBV en markvörðurinn Halldór Páll Geirsson stóð á milli stanganna og Felix �?rn Friðriksson stóð vaktina í vinstri bakverðinum. Felix fékk eitt færi á upphafsmínútunum en skot hans hafnaði í varnarmanni og þaðan framhjá markinu. Ásgeir Elíasson kom einnig inn á hjá ÍBV undir lokin en hann meiddist stuttu seinna í tæklingu.