Kjörstaður í Vestmannaeyjum við sveitarstjórnarkosningar 14. maí 2022 verður í Barnaskólanum, inngangar eru um norður- og suðurdyr. Aðgengi fyrir fatlaða er um norðurdyr.
Kjörfundur hefst kl. 9:00 árdegis og lýkur kl. 22:00 að kveldi sama dags.
Bænum verður skipt þannig í tvær kjördeildir:
Kjósandi sem ekki hefur meðferðis persónuskírteini getur átt von á því að fá ekki að greiða atkvæði.
Aðsetur Yfirkjörstjórnar á kjördag verður á kjörstað í Barnaskólanum.
Talning atkvæða verður í sal Barnaskólans og hefst talning að loknum kjörfundi kl. 22:00.
Vestmannaeyjum, 5. maí 2022
Yfirkjörstjórn Vestmannaeyjabæjar
Jóhann Pétursson, formaður
Ólafur Elísson Þór Ísfeld Vilhjálmsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst