Dómsmálaráðuneytið hefur auglýst embætti lögreglustjórans í Vestmannaeyjum laust til umsóknar og er frestur til að sækja um embættið til og með 28. febrúar næstkomandi. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.
Þar segir jafnframt að Vestmannaeyjar hafi verið lögreglustjóralausar um hríð, en Karl Gauti Hjaltason, sem gegnt hefur embættinu, var kjörinn á Alþingi í síðustu þingkosningum og fékk í framhaldinu leyfi frá störfum í Eyjum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst