Ákveðið hefur verið að viðhafa prófkjör við val frambjóðenda á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Prófkjörið fer fram laugardaginn 26. janúar 2013. Auglýst er eftir tillögum að framboðum til þátttöku í prófkjörinu. Skal framboð vera bundið við flokksbundinn einstakling, enda liggi fyrir skriflegt samþykki hans um að hann gefi kost á sér til prófkjörs.