Þrátt fyrir að ÍBV hafi stjórnað leiknum gegn St. Patrick’s í í gærkvöldi, og sigrað í leiknum 2-1, er ÍBV úr leik í Evrópukeppninni, á marki Íranna sem þeir skoruðu á Hásteinsvelli. Grátlegt andvaraleysi undir lok leiksins var ÍBV að falli. Það má eignlega segja að mark Íranna hafi verið fyrsta marktækifæri þeirra í leiknum. Bikardraumur og Evrópudraumur ÍBV liðsins eru búnir og hægt að einbeita sér að Íslandsmótinu.