Godthaab í Nöf hefur fjárfest í nýrri 24 stæða flæðilínu, útkastlínu og pökkunarkerfi. Á þriðjudeginum fyrir þjóðhátíð var húsnæðið algjörlega tæmt af öllum vélum og tækjum. Á miðvikudeginum var byrjað að leggja nýtt epoxýgólfefni og tók það þrjá daga. Það tók gólfið þrjá daga að þorna og þá var hægt að hefjast handa við að koma nýrri flæðilínu fyrir og vinnsla hófst aftur á föstudeginum eftir þjóðhátíð. Með þessu aukast afköstin um allt að 30 prósent og ný lína kallar á fleira starfsfólk. Þar sem nýja línan er mjög fullkomin er hægt að fylgjast með afköstum og nýtingu hvers starfsmanns.