„Nú eru sjö sólarhringar síðan hvessti af austri og síðan hefur vindur verið óvenju stöðugur, meðalvindur varla farið niður fyrir 20 m/s og mest í um 28 m/s. Það hefðu verið 9 – 10 vindstig áður fyrr,“ segir Óskar Sigurðsson, fyrrum vitavörður á Stórhöfða í FB-færslu í gær.
Er staðfesting á því sem Eyjamenn hafa upplifað síðustu vikuna, austan beljandi dag eftir dag. Áki Heinz Haraldsson skráir eftirfarandi á síðu Óskars: „Maður hefur svo sannarlega fundið fyrir þessum stöðuga og hvassa vindi og til marks um það upplifði ég fjórða dag inniveru í röð í dag og man ég vart eftir því áður. Þegar litið er til veðurspár morgundagsins lítur bærilega út með þokkalegt gönguveður.“
Þegar þetta skrifað, kl. 10.10 á miðvikudagsmorgni hefur snarlægt en þó 12 m/s metrar á Stórhöfða og sjö stiga hiti. Ekki slæmt í febrúar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst