Óskýrir skilmálar felldu Kubb

Bæjaryfirvöld samþykktu í október í fyrra tilboð Terra vegna sorphirðu og sorpförgunar. Tvö önnur tilboð höfðu borist, annað frá Íslenska Gámafélaginu, og hitt frá Kubb sem dæmt hafði verið ógilt. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta voru skilmálar í útboðsgögnum óskýrir. Mjög óskýrt var hvort sveitarfélagið myndi búa til eigin verðskrá sem nota ætti gagnvart sorpi sem íbúar […]
Fór holu í höggi, aðeins 10 ára gamall!

Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu á golfvellinum hér í Eyjum á dögunum. Hann notaði 6-járn í höggið, sem fór beint ofan í holuna, honum og öðrum í kring til mikillar gleði. Kristófer er aðeins 10 ára gamall og er hann því yngsti kylfingurinn sem hefur náð holu í höggi á […]
Margfaldur Íslandsmeistari í pílu með námskeið fyrir konur

Laugardaginn 24. maí næstkomandi mætir Ingibjörg Magnúsdóttir, margfaldur Íslandsmeistari í pílu til Eyja og verður með námskeið fyrir konur sem eru að stíga sín fyrstu skref í pílukasti. Ingibjörg er með áralanga reynslu í íþróttinni, bæði sem keppandi og þjálfari, og hefur meðal annars keppt við stór nöfn á borð við Fallon Sherrock. Auk námskeiðsins mun […]
Ennisrakaðir hafa engu gleymt

„Við stofnuðum hljómsveitina, Ennisrakaðir skötuselir árið 1988 og var hún hugarfóstur mitt og afsprengi af dansiballahljómsveitinni 7- Und sem var feykivinsæl á þessum árum. Þeir fóru víða um land og vorum við með hálftíma til þriggja kortera konsert með Ennisrökuðum á hverju balli. Fyrsta platan kom út árið 1989 og spiluðum við á þjóðhátíðinni sama […]
Tuttugu milljarða fjárfesting í öðrum fyrirtækjum í Eyjum

Á síðasta ári fjárfesti Vinnslustöðin fyrir rúma 3 milljarða, aðallega í uppbyggingu á Kima, nýbyggingu fyrir saltfisk- og upppsjávarvinnslu. Byggingin er viðbygging við Krók, þar sem uppsjávarvinnslan og mótorhúsið er nú staðsett. Ef skoðuð eru síðustu 10 ár er varðar fjárfestingar í rekstrarfjármunum og innkaup og þjónusta í póstnúmeri 900 þá er það samtals 25,9 […]
Hleður batteríin við brimgnýinn í Brimurð

Eyjakonan Guðrún Erlingsdóttir á fjölbreyttan feril að baki og var meðal annars bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, varaþingmaður, stjórnarformaður opinberra stofnana, verkalýðsforingi, blaðamaður, fiskverkakona, framreiðslumaður, verslunarmaður, lagasmiður, söngkona og tónleikahaldari. En hvað af þessu stendur hjarta hennar næst? „Í dag er það tónlistin,” segir Guðrún. Hún lærði á gítar í Eyjum einn vetur þegar hún […]
Tug milljarða viðskipti í Eyjum

Aðalfundur Ísfélagsins var haldinn í þann 23. apríl síðastliðinn. Þar fór Einar Sigurðsson, stjórnarformaður félagsins yfir liðið ár, auk þess að horfa til framtíðar. Einar gerði orð Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra, að sínum en hún skrifaði skýrslu um sjávarútveg árið 2011 sem á enn þá við í dag að hans mati. “Hins vegar er ljóst að […]
Terra svarar til um sorpið

Í síðastliðnum mánuði kynnti fyrirtækið Terra breytingu á verðskrá og innheimtuaðferð í Vestmannaeyjum. En Terra tók við rekstri og umsjón með sorphirðu í Eyjum í byrjun árs. Davíð Þór Jónsson er framkvæmdastjóri fjármála og tækni hjá Terra. Eyjafréttir ræddu nýverið við hann um reksturinn og gjaldskránna í Eyjum sem hefur verið töluvert í umræðunni. Tekið […]
Laxey á meðal gesta á Seafood Expo í Barcelona

Eins og greint var frá á dögunum fór hópur frá Vinnslustöðinni á Seafood Expo Global, stærstu sjávarútvegssýningu heims, sem fór fram dagana 6.- 8. maí. Sýningin er haldin árlega og hefur Vinnslustöðin vanalega verið með bás á sýnungunni síðastliðin ár. Með þeim á svæðinu í ár var einnig hópur frá Laxey, þó án eigin báss, […]
Hvíta húsið býður upp á steinamálun

Hvíta húsið býður upp á skapandi steinamálun um helgina fyrir börn og fullorðna laugardag og sunnudag (10. og 11. maí) milli klukkan 13 og 16. Þetta er tilvalið tækifæri til að gera sér glaðan dag, njóta samveru og leyfa hugmyndafluginu að ráða för. Aðgangseyrir er 1500 kr (allt efni innifalið á staðnum). Börn þurfa að […]