Vestmannaeyingar mörkuðu upphaf Vesturferða frá Íslandi

Upphafið má rekja til samstarfs okkar Fred Woods, prófessors við BYU háskólann í Utah í Bandaríkjunum, sem oft hefur komið til Eyja. „Við höfum unnið að því undanfarin ár að draga saman allar upplýsingar sem hægt er að finna um þá 400 Íslendinga, þar af um 200 frá Vestmannaeyjum sem á árunum 1855 til 2014 […]

Handboltinn rúllar aftur af stað – Rætt við þjálfara karla og kvenna

Yngri Eyjastrákar þurfa að taka við keflinu Erlingur Birgir Richardsson tók í sumar við karlaliði ÍBV í handbolta á nýjan leik eftir tveggja ára hlé. Erlingur stýrði karlaliðinu síðast árið frá 20182023 við frábæran orðstír en liðið varð bikarmeistari árið 2020 og íslandsmeistari árið 2023 undir hans stjórn. Karlaliðið hefur verið í undirbúa sig fyrir […]

Velgengni er að gera sitt besta og vita það innra með sér

Hlynur Andrésson tryggði sér um helgina Íslandsmeistaratitil í maraþonhlaupi þegar hann kom í mark í Reykjavíkurmaraþoninu á tímanum 2:26:51. Þetta var aðeins hans annað maraþon sem hann hleypur á ævinni, en hann á enn Íslandsmetið í greininni frá Dresden árið 2020. Við hjá heyrðum í Hlyni og tókum á honum púlsinn. Fjölskylda: Valentina San Vicente […]

Pysjuævintýið í hámarki

Lundapysjutímabilið er nú á hápunkti og björgunaraðgerðir í fullum gangi í Vestmannaeyjum. Yfir þúsund pysjur hafa þegar verið skráðar í pysjueftirlitið. Pysjubjörgunin hefur vakið athygli langt út fyrir landsteinana. Bandaríska sjónvarpsstöðin PBS sýndi nýverið heimildarþátt um pysjuævintýrið í Vestmannaeyjum, sem tekinn var upp sumarið 2024. Þáttinn má nálgast á vefnum okkar – eyjafrettir.is. Einnig er […]

Blak fyrir konur

Í haust verður boðið upp á blakæfingar sérstaklega ætlað fyrir konur. Fyrsta æfingin fer fram miðvikudaginn 10. september og eru allar konur hvattar til að mæta og prófa, bæði byrjendur og lengra komnar. Æfingarnar fara fram tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl 19:30 í sal 3 í íþróttahúsinu. (meira…)

Íslandsmót golfklúbba fór fram um helgina

Íslandsmót golfklúbba fór fram á golfvellinum í Vestmannaeyjum dagana 22.–24. ágúst. Keppt var í 1. deild kvenna 50+ og 2. deild karla 50+, og alls tóku 16 klúbbar þátt í mótinu. Að lokinni keppni stóðu Golfklúbbur Skagafjarðar og Golfklúbbur Keilis uppi sem Íslandsmeistarar í sínum flokkum. Lið Golfklúbbs Vestmannaeyja (GV) stóð sig einnig vel. Kvennasveitin […]

Hækkandi ölduspá þegar líður á kvöld

Tilkynning frá Herjólfi Vegna veðurs og ölduspár vill Herjólfur vekja athygli farþega á mögulegum breytingum á ferðum. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilkynningum, þar sem aðstæður geta breyst með stuttum fyrirvara. Hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar: Farþegar athugið – 25.-26.ágúst 2025 Mánudagur 25.ágúst. Við viljum góðfúslega benda farþegum okkar sem ætla sér […]

Skólasetning grunnskólans

Skólasetning fyrir 2.–10. bekk verður haldin í íþróttahúsinu á morgun, föstudaginn 22. ágúst kl. 10:30, þar sem skólinn verður formlega settur aftur eftir sumarfrí. Kennsla hefst svo samkvæmt stundatöflu fyrir nemendur í 2.–10. bekk mánudaginn 25. ágúst kl. 8:20. Skólasetning 1. bekkjar fer fram mánudaginn 25. ágúst kl. 8:30 í sal Hamarsskóla. (meira…)

Margrét Lára – Eyjastelpan sem spilaði í bestu deildum Evrópu

Knattspyrnukonuna Margréti Láru Viðarsdóttur þarf vart að kynna en hún er meðal fremstu íþróttamanna sem Ísland hefur átt. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi og hefur spilað og skorað í sterkustu deildum heims. Margrét Lára gaf út bókina, Ástríða fyrir leiknum fyrr í sumar og í bókinni fer hún yfir feril sinn […]

Sóley Óskarsdóttir: Stefnir á að komast í háskólagolf

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Sóley Óskarsdóttir er íþróttamaður mánaðarins að þessu sinni en hún vann á dögunum meistaramót GV. Sóley er mjög öflugur golfari og segir á heimasíðu GV að hún sé einn efnilegasti kvenkylfingur sem þau hafa átt lengi. Hún er […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.