Íþróttamaður mánaðarins: Allison Patricia Clark

Íþróttamaður mánaðarins er nýr liður í Eyjafréttum þar sem við munum leggja spurningar fyrir íþróttafólk í Eyjum. Fyrst í röðinni er fótboltakonan Allison Patricia Clark sem hefur átt virkilega góðu gengi að fagna með kvennaliði ÍBV en þær sitja á toppi Lengjudeildarinnar og eru komnar í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Allison hefur verið einn af betri leikmönnum […]

Styrkleikar Krabbameinsfélagsins haldnir í Herjólfsdal

Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélagsins, fara fram í Herjólfsdal dagana 9.-10. ágúst. Um er að ræða fjölskylduvænan viðburð þar sem allir geta tekið þátt og sýnt stuðning við einstaklinga sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur þeirra. Í Styrkleikunum ganga þátttakendur með boðhlaupskefli í heilan sólarhring. Gengið er í hring í kringum tjörnina í Herjólfsdal, að gamla […]

Forvarnir í forgrunni á Þjóðhátíð: „Er allt í lagi?“

Þjóðhátíðarnefnd hefur síðastliðin ár staðið á bak við forvarnarverkefni á borð við Bleika fílnum, Sofandi samþykkir ekkert og Verum vakandi. Í ár verður engin breyting þar á og mun nefndin standa fyrir átaki undir yfirskriftinni „Er allt í lagi?“. Átakið byggir á einföldum en áhrifaríkum skilaboðum sem hvetja gesti til að sýna ábyrgð, bæði gagnvart […]

Víðir Reynisson: ,,Sögðumst ekki ætla að fara svona hratt”

Víðir Reynisson þingmaður Suðurkjördæmis fyrir Samfylkinguna var fyrir skemmstu á ferð um Vestmannaeyjar. Segja má að Víðir hafi sterka tengingu við byggðamál og eins við öryggi samfélaga þar sem hann starfaði lengi á sviði almannavarna. Ritstjóri Eyjafrétta settist niður með Víði á dögunum og ræddi við hann um þingstörfin og þau mál sem brenna á […]

Eyjasýn ehf. á tímamótum

Á aðalfundi Eyjasýnar ehf. í maí sl. var kosin ný stjórn og í henni sitja Guðmundur Jóhann Árnason, Sigurbergur Ármannsson og Sara Sjöfn Grettisdóttir. Í varastjórn eru Ólafur Elísson og Helga Kristín Kolbeins. Guðmundur er verkefnisstjóri mannauðs- samfélags- og umhverfismála hjá Ísfélaginu. Sigurbergur er útgerðarstjóri Bylgju VE og Sara Sjöfn, eigandi Póleyjar þekkir vel til […]

N1 Friðarhöfn – Ennþá gamla góða Skýlið í hugum Eyjamanna

Skýlið, Friðarhafnarskýlið og nú N1 við Friðarhöfn á sér áratuga langa sögu sem griðastaður sjómanna, starfsfólks fyrirtækja í grenndinni, bæjarbúa sem finnst gaman að virða fyrir sér lífið við höfnina og ferðamenn sem finnst gott að kíkja við og slaka á. Nú ráða þar ríkjum, Kristján Georgsson og Ágúst Halldórsson sem sjá um allt sé […]

Vosbúð færði hollvinasamtökum Hraunbúða styrk

Vosbúð nytjamarkaður færði hollvinasamtökum Hraunbúða 200.000 króna styrk í dag. Tilgangur hollvinasamtakanna er að bæta aðstöðu og upplifun þeirra sem þar dvelja, með því að styðja við úrbætur á vistarverum og skapa hlýlegt og mannvænt umhverfi. Framlagið frá Vosbúð er því mikilvæg innspýting í áframhaldandi starf og skilar sér beint til þeirra sem þurfa á […]

Tinna Ósk verslunarstjóri Icewear

ICEWEAR hefur starfað frá árinu 1972 og lagt áherslu á útivistarfatnað yst sem innst. Vegur Icewear hefur vaxið með hverju ári og er orðið eitt öflugasta fyrirtækið á þessu sviði hér á landi. Icewear opnaði í Vestmannaeyjum árið 2017, fyrst í Básum en er í dag í glæsilegu og rúmgóðu húsnæði í Baldurshaga við Bárustíg. […]

Skráning í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð er hafin

Búið er að opna fyrir skráningar í Söngvakeppni barna á Þjóðhátíð. Hægt er að skrá börn fædd 2012 og yngri í keppnina, en keppnin skiptist í yngri og eldri flokk. Foreldrar eða forráðamenn sem vilja skrá börn sín til leiks þurfa að nota Google-aðgang (gmail) til að fylla út skráningareyðublað keppninnar. Eldri hópur (2012-2016) https://forms.gle/rd8aZTS6M38oAgRo6 […]

Goslok: sunnudags dagskráin

Nú hefur Goslokahátíðin staðið yfir síðastliðna daga og hefur tekist einstaklega vel til. Í dag er síðasti dagur hátíðarinnar. Hér má sjá dagskrá dagsins. Sunnudagur 5.júlí 10:00 – 17:00 Sýningin Náttúran í Einarsstofu 10:00 – 17:00 Sýning í Sagnheimum með gosmynjum úr eigu safnsins 11:00 -17:00 Ljósmyndasýningin Kynjaverur í Vestmannaeyjum í Gallerí 24 11:00 Göngumessa […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.