Bleiki dagurinn

Bleiki dagurinn er í dag, 23. október. Landsmenn eru hvattir til að klæðast bleiku til að vekja athygli á krabbameini kvenna. Dagurinn er haldin ár hvert í október og er orðinn mikilvægur þáttur í samfélaginu, ekki bara til þess að vekja athygli á krabbameini kvenna heldur einnig til þess að allar konur sem greinst hafa […]
Dömukvöld ÍBV verður haldið í Golfskálanum

Hið árlega dömukvöld ÍBV kvenna í handboltanum verður haldið 8. nóvember nk. í Golfskálanum. Veislustjóri kvöldsins er Mollý úr Iceguys og eru konur hvattar til að mæta í gallafötum, eða ,,denim on denim” í anda hljómsveitarinnar. Húsið opnar kl. 19:00 og hefst borðhald kl. 19:30. Mikil stemming hefur myndast á þessum kvöldum og verður kvöldið í ár vonandi engin undantekning. Dagskrá kvöldsins verður fjölbreytt og skemmtileg og […]
Dýrin í hálsaskógi frumsýnd

Leikritið Dýrin í Hálsaskógi verður frumsýnt um helgina hjá Leikfélagi Vestmannaeyja. Dýrin í Hálsaskógi er einstaklega skemmtileg saga og eitt þekktasta barnaleikrit sögunnar þar sem Lilli klifurmús, Mikki refur, Hérastubbur bakari ásamt fleirum fara á kostum. Fyrstu sýningar fara fram um næstkomandi helgi, dagana 25.-27. október. Uppselt er á sýningarnar þann 25. og 27. október, en miðar eru […]
Afhenti bæjarstjóra listaverk

Jakob Hallgrímur Laxdal Einarsson afhenti bæjarstjóra glæsilegt listaverk af bæjarmerki Vestmannaeyja þann 21. október. Verkið er einstaklega glæsilegt og er búið til úr tæplega 8000 perlum. Jakob kláraði verkið nú í sumar og var það til sýnis á Goslokunum. Hann afhenti það í framhaldinu til Ráðhússins þar sem verkið prýðir nú anddyrið þar. (meira…)
,,Viltu hafa áhrif?” – afrakstur

Verkefnið ,,Viltu hafa áhrif” er verkefni á vegum Vestmannaeyjabæjar þar sem markmiðið er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum. Verkefnið gefur fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að koma hugmyndum sínum á framfæri og hafa áhrif á fjárhagsáætlun hlutaðeigandi árs. Í ár fengu 13 hugmyndir styrk, þar af hugmyndin um að smíða bekk með […]
Staðan á Lava Spring baðlóni

Umræða um að reisa eigi nýtt baðlón í Vestmannaeyjum hefur nú verið á lofti í nokkurn tíma. Samkvæmt forsvarsmanni Lava Spring, Kristjáni G. Ríkarðssyni er hugmyndin að reisa 1.400 fermetra baðlón á ofanverðum skansinum. Þann 15. júlí síðastliðinn kynnti forsvarsmaður skipulagsgögn um uppbyggingu Lava Spring fyrir umhverfis- og skipulagsráði í Vestmannaeyjum. Samkvæmt heimildum voru gögnin í kjölfarið kynnt fyrir […]
Hrekkjavökuföndur á bókasafninu

Bókasafnið stendur fyrir hrekkjavökuföndri þann 19. október, á milli kl. 12-15. Öllum er boðið að koma og föndra hrekkjavökuskreytingar til að taka með sér heim. Skemmtilegt föndur fyrir alla fjölskylduna. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum er Bókasafnið komið í ansi skemmtilegan hrekkjavökubúning. (meira…)
Veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni

Þær Arna Hrund Baldursdóttir Bjartmars og Ragnheiður Perla Hjaltadóttir vinna sem hjúkrunarfræðingar á heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum. Arna og Ragnheiður halda saman úti Instagram reikningnum ,,Hjúkkur á eyju“, þar sem þær leyfa fylgjendum að skyggnast á bak við tjöldin og veita innsýn í störf hjúkrunarfræðinga. Arna og Ragnheiður hafa báðar starfað sem hjúkrunarfræðingar frá árinu […]
Elmari Erlings gengur vel að fóta sig í nýju umhverfi

Eyjamaðurinn Elmar Erlingsson samdi fyrr á árinu við þýska handknattleiksfélagið Nordhorn-Lingen. Elmar hefur síðastliðin ár verið einn að lykilmönnum í ÍBV, en flutti nú í sumar til Þýskalands til að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Elmar er aðeins 19 ára gamall. Við fengum að spyrja hann nokkurra spurninga varðandi aðlögunina í nýju umhverfi í handboltanum. […]
Saumanámskeið í Visku

Viska stendur fyrir saumanámskeiði í Hvíta húsinu dagana 23.-25. október. Námskeiðið er hugsað bæði fyrir byrjendur og lengra komna og munu nemendur meðal annars læra hvernig á að taka upp snið, grunnatriði við breytingar og svo framvegis. Þátttakendur munu svo sauma sér flík að eigin vali. Kennari námskeiðsins er klæðskera- og kjólameistarinn Selma Ragnarsdóttir. ,,Ég […]