Eyjastrákar og -stelpur í landsliðsverkefnum

Strákarnir í U19 landsliðinu í handbolta eru nú staddir í Egyptalandi þar sem þeir taka þátt í HM. Með í för eru tveir efnilegir leikmenn úr Eyjum, þeir Andri Erlingsson og Elías Þór Aðalsteinsson. Strákarnir unnu öruggan sigur gegn Gíneu í fyrsta leik, en liðið lék sinn annan leik í gær gegn Sádi-Arabíu og fór […]

Yfirlýsing frá Þjóðhátíðarnefnd

Þjóðhátíðarnefnd hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir helgina þar sem fram kemur djúpt þakklæti til allra sem komu að undirbúningi og framkvæmd hátíðarinnar. Þar er sérstaklega vikið að þeirri miklu samstöðu sem myndaðist innan samfélagsins yfir hátíðna. Hér má sjá yfirlýsinguna í heild sinni: Kæru Eyjamenn og þjóðhátíðargestir, Þjóðhátíðin í Eyjum 2025 verður líklega sú […]

Samveran er það sem stendur upp úr á Þjóðhátíð

Systurnar Þórunn Día og Eygló Myrra Óskarsdætur láta sig sjaldan vanta á Þjóðhátíð í Eyjum. Þær eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja og eru að eigin sögn miklar Eyjakonur í sér og koma reglulega til Eyja að heimsækja ættingja og vini, enda er afi þeirra enginn annar en Svavar Steingrímsson og amma þeirra heitin Eygló […]

Breytt umferðarskipulag vegna Þjóðhátíðar 2025

Lögreglan í Vestmannaeyjum vill vekja athygli bæjarbúa og gesta á breytingum á umferðarskipulagi vegna Þjóðhátíðar. Breytingarnar taka gildi kl. 13:00 föstudaginn 1. ágúst og gilda til kl. 19:00 mánudaginn 4. ágúst. Helstu breytingar eru eftirfarandi: Dalvegur: Aðeins þeir sem hafa fengið sérstakt leyfi frá Þjóðhátíðarnefnd mega aka inn í Herjólfsdal. Hraðatakmarkanir: Hámarkshraði á Dalvegi verður […]

Fyrsta pysjan fundin

Frést hefur að fyrsta pysjan sé fundin, en það kom fram á síðunni ,,Pysjueftirlit” í gær. Það fer því að styttast í að pysjutímabilið hefjist með krafti, sem margir bíða spenntir eftir. Pysjueftirlitið minnir á að skrá allar pysjur á lundi.is. (meira…)

Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Íslensku U‑17 landsliðin náðu sögulegum árangri á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) 2025. Drengirnir unnu gull og stúlkurnar brons og þar á meðal voru fjórir efnilegir leikmenn úr ÍBV. Anton Frans Sigurðsson og Sigurmundur Gísli Unnarsson léku stórt hlutverk með U‑17 landsliði drengja sem vann Þýskaland í úrslitaleiknum og tryggði sér gullverðlaunin. Hjá stúlkunum tryggði íslenska liðið […]

Ásgeir Sigurvinsson: Borgfirskur Sandari af Reglubrautinni

Í þessu viðtali við Ásgeir Sigurvinsson verður leitast við að fara yfir barnæsku og unglingsár Ásgeirs í Vestmannaeyjum. Við vörpum ljósi á það samfélag sem hann ólst upp í, og hvaða áhrif það hafði á uppeldi hans og hæfileika í íþróttum. Rætur Ásgeirs má kortleggja eins og þríhyrning um landið, Hellissandur í vestri, Borgarfjörður eystri […]

Nútímaskip orðin ein tölva

Það var í mörg horn að líta hjá Ólafi Einarssyni, skipstjóra á nýrri Heimaey VE 1 og áhöfn hans þegar blaðamaður leit þar við. Allt á fullu undirbúa skipið fyrir fyrsta túrinn eftir að Ísfélagið fékk skipið afhent. „Við erum að aðlaga skipið að okkar þörfum, smá breytingar hér og þar en heilt yfir lítur […]

Nauðsynlegt að endurnýja flotann

„Hér er vélgæslukerfi og hægt að sjá og stýra flestum kerfum skipsins. Við getum kveikt ljós á dekkinu með þessum skjá ef því er að skipta. Sett aðalvél í gang og fylgst með öllu, RSW-kælikerfið er hérna líka en þegar við erum að dæla inn fiski erum við uppi í dekkhúsi þar sem við erum […]

Stefnan að selja eldri skip og kaupa ný og öflugri

„Hugmyndin kviknaði fyrir einu eða tveimur árum þegar við fórum að huga að því að yngja upp og endurnýja flotann okkar. Töldum of dýrt að fara í nýsmíði og hófum leit að notuðu skipi sem gæti hentað okkar útgerð. Það var svo í fyrravor sem við fengum tækifæri á að skoða þetta skip, Pathway frá […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.