Margrét Lára áritaði nýju bók sína

Margrét Lára Viðarsdóttir mætti í Pennann Eymundsson í Eyjum í dag og áritaði nýju bók sýna sem hún var að gefa út sem kallast ,,Ástríða fyrir leikum.” Margrét Lára er ein af fremstu íþróttakonum landsins og er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum. Hún er markahæsti landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu frá upphafi en hún lék sinn […]

Andlát: Óskar J. Sigurðssson

Óskar J. Sigurðsson, fyrrverandi vitavörður á Stórhöfða í Vestmannaeyjum, lést þann 25. júní á heimili sínu á Selfossi, 87 ára að aldri. Óskar fæddist á Stórhöfða þann 19. nóvember árið 1937. Foreldrar hans voru þau Sigurður Valdimar Jónathansson, sem starfaði bæði sem vitavörður og veðurathugunarmaður, og Björg Sveinsdóttir. Óskar hafði djúpan áhuga á náttúrunni og […]

Keppendur Orkumótsins mæta í fyrramálið

Á morgun (miðvikudag) munu keppendur Orkumótsins byrja að streyma til Eyja. Gert er ráð fyrir töluverðri aukningu á umferð til og frá keppnissvæðunum næstu daga. Lögreglan í Vestmannaeyjum sendi tilkynningu frá sér í dag vegna þess efnis þar sem hún hvetur vegfarendur að aka varlega og sýna þolinmæði þar sem umferðin verður þyngri en venjulega, sérstaklega […]

Laxey afhendir fyrsta hóp stórseiða til samstarfsaðila

Laxey hefur náð mikilvælum áfanga í starfsemi sinni með afhendingu fyrsta hóps stórseiða til samstarfsaðila. Þetta markar upphafið að nýju og fjölbreyttara tekjustreymi fyrir fyrirtækið, þar sem reglubundin sala á hágæða stórseiðum verður nú hluti af rekstrarlíkani þess. Með þessari afhendingu er stigið stórt og markvisst skref í þá átt að nýta framleiðslugetu Laxey til […]

Netaveiðar fyrr á tímum og nú

Þegar ég var drengur fór ég oft á sjó með pabba, Friðriki Ásmundssyni. Hann var oftast með báta sem Fiskiðjan átti. Ég fór á sjó þegar veitt var á línu, net og líka á trolli, ég man eftir því að ég fór með honum á Reyni VE 15 og það var veidd síld í nót. […]

Kaffispjall og siglt inn í sólina að morgni dags

Pabbi hafði eitthvað verið á sjó þegar hann var yngri. Hann reri á netavertíð en var lærður járnsmiður. Hans sjómennska var viðhald og viðgerðir á bátum, er laghentur, lagar hlutina á sinn hátt en það virkar,“ segir Sigurður Bragason, trillukarl um föður sinn Braga Steingrímsson, skipstjóra og útgerðarmann á Þrasa VE. Bragi byrjaði að gera […]

Bjórhátíðin haldin um helgina

Hin árlega bjórhátíð Brothers Brewery fer fram í Eyjum næstu helgi, dagana 20. og 21. júní. Hátíðin fer fram í stóru tjaldi við brugghúsið, þar sem gestir fá tækifæri til að smakka ótakmarkað úrval bjóra frá fjölbreyttum brugghúsum, bæði íslenskum og erlendum. Auk þess taka einnig þátt handverksframleiðendur sem sérhæfa sig í sterku áfengi, kokteilum […]

17. júní dagskráin

09:00– Fánar dregnir að húni í bænum. 10:30 Hraunbúðir– Fjallkonan: Anna Ester Óttarsdóttir flytur hátíðarljóð. – Tónlistaratriði: Eló Bæjarlistamaður Vestmannaeyja. 10:00–17:00 Sagnheimar– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti. 13:00–17:00 Fágætissalur– Frítt inn fyrir bæjarbúa og aðra gesti í Fágætissal Sagnheima. 13:30 Ráðhús– Bæjarbúar og aðrir gestir safnast saman fyrir skrúðgöngu. Lagt af stað kl […]

Ferðafólk þekkir Hop-on fyrirkomulagið

Sindri Ólafsson, eigandi Hop-on í Eyjum, bíður upp á ferðir til að skoða Vestmannaeyjar með svokallaðri Hop-On Hop-Off rútuferð. Ferðin nær yfir helstu kennileiti og náttúruperlur eyjunnar og hentar bæði gestum og heimafólki. ,,Við bjóðum upp á nokkuð hefðbundnar Hop-on Hop-off ferðir. Þar sem rútan gengur ákveðin hring á klukkutíma fresti yfir daginn og stoppar […]

Einstök náttúruupplifun með Ribsafari

Ribsafari hefur á síðustu árum fest sig í sessi sem einn af vinsælustu afþreyingarkostum ferðamanna í Vestmannaeyjum. Með ferðunum hjá Ribsafari fá gestir tækifæri til að sigla á hraðbát við Vestmannaeyjar og skoða þá einstöku náttúru sem þær hafa upp á að bjóða. Eyþór Þórðarson, einn af eigendum Ribsafari, hefur stýrt rekstrinum frá árinu 2019. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.