Rannveig Ísfjörð – byggingarfulltrúi Vestmannaeyjabæjar

Rannveig Ísfjörð hefur nýverið hafið störf sem byggingarfulltrúi hjá Vestmannaeyjabæ. Rannveig er gift Pálma Harðarsyni og saman eiga þau fjögur börn. Hún flutti til Vestmannaeyja haustið 2011 og hefur búið hér síðan. Fyrstu starfsárin í Eyjum vann hún sem afgreiðslustjóri Herjólfs hjá Eimskip, en færði sig svo yfir í byggingargeirann og hefur unnið hjá Teiknistofu […]
Fjölbreytileikinn í starfinu heillar

Guðbjörg Rún Gyðudóttir Vestmann er 26 ára og kemur frá Vestfjörðum. Guðbjörg flutti til Eyja árið 2020 og hefur síðan þá fundið sig vel í samfélaginu. Hún starfar í dag hjá Geisla þar sem hún sérhæfir sig í ljósleiðaratengingum og nýtur fjölbreytileikans í vinnunni vel. Guðbjörg er Eyjamaðurinn að þessu sinni og fengum við að […]
Vestmannaeyjabær leitar að rekstraraðila fyrir nýja heilsurækt

Vestmannaeyjabær hefur auglýst eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér uppbyggingu og rekstur nýrrar heilsuræktarstöðvar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja. Þetta kemur fram á vef Vestmannaeyjabæjar. Um er að ræða framkvæmd sem er hluti af stærri endurbótum á íþróttamiðstöðinni. Áformað er að nýja heilsuræktin verði reist í beinu samhengi við sundlaugina, og felur verkefnið meðal annars […]
Ævintýralegt líf Kolbrúnar Ingu

Kolbrún Inga Stefánsdóttir eða Kolla eins og hún er oftast kölluð er 34 ára, fædd á Akureyri en uppalin í Vestmannaeyjum. Hún á einn son, Atlas Neo, sem er átta ára gamall. Kolla er dóttir Svövu Gunnarsdóttur og Stefáns Birgissonar. Líf Kollu hefur verið mikið ævintýri á síðastliðnum árum, en hún hefur búið og ferðast […]
Uppbygging og framkvæmdir setja mark sitt á bæinn

Mikill kraftur ríkir í framkvæmdum og uppbyggingu í Vestmannaeyjum um þessar mundir, bæði af hálfu sveitarfélagsins og einkaaðila. Á næstu misserum stendur til að ráðast í fjölmörg stór verkefni sem hafa bæði áhrif á innviði bæjarins og atvinnulíf í heild. Við ræddum við Írisi Róbertsdóttur, bæjarstjóra Vestmannaeyja, um hvað væri helst á döfinni, hvernig staðan […]
Beint í æð frumsýnt í kvöld

Leikfélag Vestmannaeyja frumsýnir gamanleikritið Beint í æð eftir Ray Cooney í kvöld klukkan 20:00. Leikfélagið hefur unnið hörðum höndum að uppsetningu verksins og lofar áhorfendum skemmtilegri kvöldstund. Verkið hefur slegið í gegn á alþjóðavísu og dregur áhorfendur inn í hraða og skemmtilega atburðarás. Önnur sýning verður laugardaginn n.k. kl 20. Miðasölusíminn er opinn milli 16-18 […]
Tanginn opnaði aftur í dag

Veitingastaðurinn Tanginn opnaði aftur í hádeginu í dag eftir vetrarlokun, og nú geta heimamenn notið þess að gæða sér á ljúffengum mat með einstöku útsýni yfir höfnina. Staðurinn var þétt setinn í hádeginu, enda margir sem höfðu beðið spenntir eftir opnuninni. Á matseðlinum má áfram finna vinsæla rétti eins og súpu og salat, kjúklingasalatið og […]
Fermingadagurinn – spurt og svarað: Aþena Ýr

Í aðdraganda ferminganna höfum við rætt við nokkur fermingarbörn um undirbúninginn fyrir stóra daginn. Í dag kynnum við Aþenu Ýr Adólfsdóttur, sem deilir með okkur sínum hugmyndum og væntingum fyrir ferminguna. Nafn: Aþena Ýr Adólfsdóttir Fjölskylda: Foreldrar mínir eru Sara Björg Ágústsdóttir og Adólf Sigurjónsson og litla systir mín heitir Kamilla Ýr. Fermingardagur: 12.apríl Hver […]
Góð frammistaða fimleikafélagsins á bikarmóti

Fimleikafélagið Rán tók þátt í bikarmóti í hópfimleikum í Egilshöll síðustu helgi. Félagið sendi alls fjóra hópa til keppni – tvö lið í 3. flokki, auk liða í 2. og 1. flokki. Liðið í 2. flokki náði frábærum árangri og hafnaði í þriðja sæti í sínum flokki. Keppendur voru til fyrirmyndar á mótinu og sýndu […]
Skiptar skoðanir á þjálfun Heimis þrátt fyrir gott gengi

Þrátt fyrir að Heimi Hallgrímssyni hafi gengið nokkuð vel með Írska landsliðið frá því hann tók við, hefur hann sætt þó nokkurri gangrýni en einn háværasti gagnrýnandi hans er fyrrverandi landsliðsmaðurinn Eamon Dunphy, sem skrifar fyrir Irish Mirror. En strax eftir fyrstu tvo leiki Heimis síðasta haust kallaði Dunphy eftir brottrekstri og hefur síðan þá haldið áfram að gagnrýna hann harðlega […]