Eyjascooter: skemmtilegar ferðir á hlaupahjólum

Eyjascooter er lítið einkarekið fyrirtæki hér í Eyjum í eigu þeirra hjóna Ingibjargar Bryngeirsdóttur og Heiðars Arnar Svanssonar. Fyrirtækið sérhæfir sig í hlaupahjólaferðum um eyjuna og bjóða þau upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn. Þau taka á móti ferðafólki, heimafólki og hópum, og eru mjög opin og sveiganleg með hugmyndir frá fólki. ,,Þetta er þriðja […]

Slippurinn- Fjórtán ára ævintýri lýkur í haust

Gísli Matt, matreiðslumeistari, er kominn af sægörpum í báðar ættir. Langafi hans, Binni í Gröf á Gullborgu VE, var í mörg ár fiskikóngur Vestmannaeyja um miðja síðustu öld og lifandi goðsögn. Afinn og pabbinn sóttu líka gull í greipar Ægis en nú stendur afkomandinn á bryggjunni, velur besta fiskinn og matreiðir rétti sem laða hingað […]

Fjórhjólaferðir veita fólki nýja sýn á Vestmannaeyjar

Volcano ATV var stofnað árið 2019 og er í eigu Þorsteins Traustasonar. Volcano ATV býður gestum upp á skemmtilegar ferðir með leiðsögn á fjórhjólum. Þorsteinn Traustason, eða Steini eins og hann er kallaður, stofnandi fyrirtækisins, segir hugmyndina af ferðunum hafa kviknað í tengslum við áhuga hans á mótorcrossi. Hann var oft á hjóli upp á […]

Tækifæri fyrir ungt fólk hjá Laxey

Áframeldi Laxey í Viðlagafjöru hefur nú verið í rekstri í um hálft ár og Eyjafréttir höfðu samband við Hallgrím Steinsson rekstrarstjóra hjá Laxey varðandi stöðuna hjá félaginu.  “Staðan er mjög góð hjá okkur, við höfum undanfarna mánuði tekið fjölmörg ný kerfi í notkun og uppkeyrslan hefur verið í samræmi við væntingar.  Fiskurinn dafnar vel í […]

World Class opnar á morgun

World Class opnar á morgun, miðvikudaginn 11. júní, í íþróttahúsinu. Hægt verður að kaupa aðgang í gegnum Abler og á heimasíðu World Class. Við hjá Eyjafréttum hittum á Björn Leifsson í íþróttahúsinu í dag, þar sem hann og teymi hans voru að ljúka við uppsetningu tækja í salnum. Um er að ræða bráðabirgðaaðstöðu, en að […]

Herjólfur er fjölskylduvænn vinnustaður

Það er heldur hráslagalegt veðrið þegar blaðamaður bankaði upp á hjá Ólöfu Maren Bjarnadóttur og Páli Eiríkssyni á heimili þeirra í Foldahrauninu. Þar búa þau með tveimur börnum sínum, Ástrós Berthu og Arnóri Breka. Austan kæla og þokuslæðingur á meðan sól og blíða var annars staðar á landinu. Hún Akureyringur en hann innmúraður Eyjamaður. „Ég […]

Grétar Þór byrjaði 15 ára á sjó

„Ég hef alltaf heillast af sjónum og sjómennsku. Alveg frá því ég var gutti. Afi Hörður var mikið til sjós og mig hefur alltaf dreymt um að starfa á sjó. Líkar vel. Þetta er akkorðsvinna og heillar meira en að mæta í vinnu klukkan átta og hætta klukkan fjögur,“ segir Grétar Eyþórsson háseti á Sigurði […]

Tónlistakonan Eló situr fyrir svörum

Elísabet Guðnadóttir eða Eló eins og hún er kölluð var á dögunum valin bæjarlistamaður Vestmannaeyja 2025. Elísabet er fædd og uppalin hér í Eyjum og er komin úr mikilli tónlistarfjölskyldu. Hún byrjaði snemma í tónlistarskóla og fór í framhaldinu í frekara nám. Hún stundaði meðal annars nám í tónlistarskóla í Sydney í Ástralíu og þar […]

Tímabundinn samningur gerður við World Class

Búið er að gera tímabundinn samning við Laugar ehf (World Class) varðandi opnun heilsuræktar í núverandi aðstöðu íþróttamiðstöðvarinnar. Kom þetta fram á heimasíðu Vestmannaeyjabæjar í dag. Búast má því við að ný heilsurækt muni opna innan skamms í íþróttahúsinu. ,,Eins og áður hefur komið fram var útboð um uppbyggingu og rekstur heilsuræktar við Íþróttamiðstöð Vestmannaeyja […]

Vorsýning fimleikafélagsins

Fimleikafélagið Rán heldur sína árlegu vorsýningu á morgun, fimmtudaginn 5. júní klukkan 17:00. Að sögn Nönnu Berglindi yfirþjálfara fimleikafélagsins verður þema sýningarinnar að þessu sinni „Mamma Mia“ og  munu nemendur frá 1. bekk og upp úr sýna afrakstur vetrarins. Búast má við flottri sýningu eins og undanfarin ár og eru bæjarbúar hvattir til að mæta […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.