Malbikað í Eyjum

Malbik_og_steypa_24_IMG_4595

Í morgun hófust malbikunarframkvæmdir í botni Friðarhafnar. Í kjölfarið verður farið í önnnur verk. Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að stærstu verkin hjá bænum séu vegurinn inn í botni og bílastæði, Suðurgerði og gangstétt við Goðahraun. Segir hann að þetta verði unnið í dag, á morgun sem og […]

Laxey: 6 milljarðar í nýtt hlutafé

laxey_vidlagafjara_0424_ads_DJI_0131

Laxey hefur lokið við 6 milljarða hlutafjárútboð með innkomu öflugra innlendra og erlendra fjárfesta með mikla reynslu af fiskeldi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. LAXEY, félag sem byggir upp landeldi á laxi í Vestmannaeyjum, lauk í síðustu viku sex milljarða hlutafjáraukningu og lauk þar með fjármögnun á 4.500 tonna framleiðslu á laxi á […]

Katrín býður til fundar í Eyjum

Katrín Vestmannaeyjar ads

Katrín Jakobsdóttir, forsetaframbjóðandi, býður til súpufundar og samtals á veitingastaðnum Einsa Kalda í Vestmannaeyjum, í dag mánudaginn 22. apríl klukkan 12.00. Allir Eyjamenn eru velkomnir á fundinn. Katrín mun jafnframt heimsækja fólk og fyrirtæki í Eyjum þennan mánudag, áður en hún heldur til lands að nýju, segir í tilkynningu. (meira…)

Einvígi ÍBV og FH hefst í dag

DSC_6388

Undanúrslit Olís deildar karla hefjast í dag, sunnudag þegar FH tekur á móti ÍBV í Kaplakrika. Eyjamenn slógu út Hauka í síðustu umferð á meðan FH sigraði KA. Bæði þau einvígi enduðu 2-0. Hitað verður upp á Ölhúsinu í Hafnarfirði fyrir leik og hefst upphitunin um kl. 15:00. Leikurinn hefst klukkan 17.00 og verður hann […]

Gleðilegt sumar 2024

Lundar_opf_DSC_7709

Lundinn settist upp þann 17. sem er í samræmi við venjuna, sem er ca. 13.-20. apríl. Reyndar hafði ég ekkert kíkt eftir honum áður enda var mjög kalt og þann 16. voru fjöllin hvít af snjó, en lundinn er nú harður af sér og getur vel verið að hann hafi komið eitthvað fyrr, en ég […]

Fyrsta hátíð sumarsins framundan

Hljomey_ads_IMG_4539

Nú er sumarið að ganga í garð og þá hefjast hátíðarhöld í Eyjum. Fyrsta hátíð sumarsins hefst einmitt í annan dag sumars, þegar tónlistahátíðin Hljómey verður sett. Að sögn Guðmundar Jóhanns Árnasonar, forsprakka hátíðarinnar hefur undirbúningur gengið mjög vel. „Lokadrög að dagskránni verða vonandi birt á morgun, sunnudag. Það seldist upp á 6 tímum á […]

Aðalfundi ÍBV frestað

20220831_202353

Búið er að fresta aðalfundi ÍBV-íþróttafélags, sem upphaflega var auglýstur þann 1.maí nk. Ný dagsetning er fimmtudaginn 9. maí kl 18:00 í Týsheimilinu. Fram kemur í auglýsingu á vef félagsins í dag að framboð til aðalstjórnar skulu hafa borist til framkvæmdastjóra félagsins minnst 10 dögum fyrir boðaðan fund. Tilkynningar um framboð skulu því hafa borist […]

Herjólfur fellir niður ferðir vegna árshátíðar

herjolfur_b-3.jpg

Herjólfur ohf. hefur gefið út skerta áætlun um næstu helgi vegna árshátíðar starfsmanna. Í tilkynningu frá félaginu segir: Breytt siglingaáætlun 27-28.apríl v/árshátíðar starfsmanna. 27.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09.30, 12:00, 14:30, 17:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15 28.apríl Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 09:30, 12:00, 14:30,17:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn […]

Viltu hafa áhrif?

leikhopurinn_lotta_stakko

Opið er fyrir ábendingar, tillögur og styrkumsóknir vegna síðari úthlutunar “Viltu hafa áhrif 2024?” Markmið Markmiðið með styrkjunum er að stuðla að auknu íbúalýðræði í Vestmannaeyjum með því að gefa fólki, fyrirtækjum og félagasamtökum tækifæri á að hafa áhrif á nærsamfélagið með góðum verkefnum. Fjölmargar góðar umsóknir og ábendingar hafa borist í gegnum tíðina. Má […]

Hanna Carla stýrir samræmingu svæðisstöðva

unnamed (2)

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) hafa ráðið Hönnu Cörlu Jóhannsdóttur til að stýra innleiðingu og samræmingu á svæðisskrifstofa íþróttahéraða. Um er að ræða tímabundna ráðningu en Hanna Carla hóf störf í byrjun mars. Hanna Carla verður staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Laugardal. Hanna Carla Jóhannsdóttir er íþróttafræðingur að mennt og með meistaragráðu í […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.