Í morgun hófust malbikunarframkvæmdir í botni Friðarhafnar. Í kjölfarið verður farið í önnnur verk.
Brynjar Ólafsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net að stærstu verkin hjá bænum séu vegurinn inn í botni og bílastæði, Suðurgerði og gangstétt við Goðahraun. Segir hann að þetta verði unnið í dag, á morgun sem og á miðvikudag.
Það var mikið í gangi þegar ljósmyndari Eyjar.net leit við í Friðarhöfn í morgun, en auk malbikunarframkvæmda var einnig verið að steypa upp vegg gegnt verslun N1.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst