Blása af síðustu ferð dagsins

Í dag stóð til að fara sjö ferðir í Landeyjahöfn í fyrsta sinn í langan tíma. Ekki gekk það þó upp því fella þarf niður síðustu ferð dagsins. Ölduhæð fer hækkandi og töluvert hvassviðri Í tilkynningu frá Herjólfi ohf. segir að ferðir kl. 22:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 23:15 frá Landeyjahöfn í kvöld falli niður […]
28 tíma að fylla

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE héldu báðir til veiða eftir miðnætti sl. föstudag og komu inn til Eyja með fullfermi af gullfallegum stórþorski klukkan fjögur aðfaranótt páskadags. Veiðiferð beggja skipa tók því 28 klukkustundir. Landað var úr skipunum í gærmorgun og fór aflinn til saltfiskvinnslu Vísis í Helguvík. Að lokinni löndun var haldið til […]
VSV: Framkvæmdir í fullum gangi

Miklar framkvæmdir standa yfir hjá Vinnslustöðinni. Til að hýsa alla iðnaðarmenn sem að verkunum koma var brugðið á það ráð að reisa vinnubúðir á Lifrasamlagslóðinni sunnan við Vinnslustöðina. Framkvæmdir hófust í haust við nýtt tveggja hæða steinhús á tveimur hæðum á Vinnslustöðvarreitnum, alls um 5.600 fermetra, sem í verður saltfiskvinnsla á neðri hæð og innvigtun […]
ÍBV fær Fram í heimsókn

Næst síðasta umferð Olís deildar karla verður leikin í kvöld. Í Eyjum tekur ÍBV á móti Fram. Eyjaliðið í fjórða sæti með 26 stig en Fram í því sjötta með 21 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast klukkan 19.30. Leikir 21. umferðar: þri. 02. apr. 24 19:30 21 TM Höllin Stjarnan – HK – þri. 02. apr. 24 […]
Dyggðaskreyting án sveinsprófs

Fyrir tæpu ári síðan stukku fáeinir hressir pólitíkusar fram á Bárustíg með málningu í mörgum litum, rúllur, skaft og góða skapið. Hafist var handa við að mála upp dyggðaskreytingu svo ekki færi milli mála að þarna væri á ferli gott fólk, sem sýndi fullkomna samstöðu með öllum, helst þó þeim sem gætu talist til minnihluta […]
Full áætlun tekur gildi á þriðjudag

Frá og með þriðjudeginum 2.apríl siglir Herjólfur til/frá Landeyjahöfn fulla áætlun þar til annað verður tilkynnt. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00, 14:30, 17:00, 19:30, 22:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 08:15, 10:45, 13:15, 15:45, 18:15, 20:45, 23:15 Mánudaginn 1.apríl siglir Herjólfur til Landeyjahafnar samkvæmt eftirfarandi áætlun. Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00, 09:30, 12:00 17:00, […]
Vorboðinn ljúfi mættur til Eyja

Lóan er komin til Eyja. Leó Snær Sveinsson sá nokkra vorboða suður á eyju í dag. Baltasar Hrafn sonur hans náði neðangreindri mynd í gegnum kíkinn sinn. Lóan er talin einn helsti vorboðinn hér á landi þar sem jafnan er vísað í ljóð Páls Ólafssonar; „Lóan er komin“ sem hlusta má á í spilaranum hér að […]
Afmælisrit Lions

Núna hafa Lionsmenn lokið við að bera út í hvert hús fimmtíu ára afmælisrit Lionsklúbbs Vestmannaeyja. Ef einhverjir hafa ekki fengið blaðið inn til sín eða vantar fleiri eintök, þá endilega hafið samband við okkur í Lions. Hægt er að hafa samband við Sigmar í síma 864 0520 eða Ingimar í síma 897 7549, segir […]
Andlát: Margrét Jenný Gunnarsdóttir

(meira…)
Minnisvarðinn á Eldfelli mikið mannvirki

Á fundi bæjarstjórnar í febrúar var lögð fram tillaga frá bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins þar sem segir að í ljósi verulegra tafa á framkvæmd og afhendingu minnisvarða í tilefni hálfrar aldar afmælis Heimaeyjargossins sem nú er liðið, yfirvofandi óafturkræfs inngrips í dýrmæta náttúru Vestmannaeyja og fyrirsjáanlegs vaxandi framkvæmdakostnaðar leggja fulltrúar Sjálfstæðisflokksins til að staldrað verði við. Ekki […]