Skemmtilegur vorboði í Dallas

DSC_5491

Í fyrrinótt fæddust tveir lambhrútar í Dallas. Þeir hafa fengið nöfnin Þór og Týr. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari gerði sér ferð í Dallas. „Í dag fóru þeir Sigurmundur Gísli Einarsson, fjárbóndi og Óskar Magnús Gíslason upp í Dallas að gefa rollunum og skoða Dimmu, mömmu Þórs og Týs. Unnur eiginkona Simma var með í för […]

Lítið af loðnu í þorskmögum

brekafolk_vb

Árlegu togararalli Hafrannsóknastofnunar í marsmánuði er lokið. Fjögur skip mældu á 580 fyrirfram gefnum rannsóknastöðvum hringinn í landið, þar af voru 154 stöðvar á könnu Breka VE suður af og suðaustur af landinu. Á vef Vinnslustöðvarinnar er farið yfir rallið. Kastað var og veitt á öllum stöðum allt niður á 500 metra dýpi, fiskurinn kannaður, […]

670 milljónir í Ráðhúsið 

radhus_vestm_2022

Á fimmtudaginn var birtur ársreikningur Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net hefur rýnt í tölurnar í reikningnum og mun fylgja því eftir næstu daga. Í dag skoðum við kostnaðinn við endurbætur á Ráðhúsi Vestmannaeyja, sem vígt var í fyrra. Eignfærður kostnaður vegna Ráðhússins nemur á tímabilinu 2020-2023, 673 milljónum króna, þar af 47 milljónir í innanstokksmuni. Á síðasta ári […]

Einar verður skólastjóri Barnaskólans

Einar_gunn_barnask (1000 x 667 px) (3)

Vestmannaeyjabær hefur valið Einar Gunnarsson í stöðu skólastjóra Barnaskóla Vestmannaeyja. Tveir umsækjendur voru um stöðuna en annar dró umsókn sína til baka. Einar lauk B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum með áherslu á stærðfræði og landafræði árið 2002 frá Kennaraháskóla Íslands og þar með leyfisbréfi sem grunnskólakennari. Hann hefur auk þess lokið námskeiðum á framhaldsstigi við Háskóla […]

Óbreytt stjórn Herjólfs

pall_sc_2023

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í vikunni skipaði bæjarstjórn í aðal- og varastjórn Herjólfs ohf. Fram kemur í fundargerð að bæjarstjórn hafi ákveðið að skipa neðangreinda einstaklinga í stjórn Herjólfs ohf. Aðalmenn: Páll Scheving, formaður, Guðlaugur Friðþórsson, Agnes Einarsdóttir, Helga Kristín Kolbeins og Sigurbergur Ármannsson. Varamenn: Rannveig Ísfjörð og Sæunn Magnúsdóttir. Var ofangreint samþykkt með níu […]

Vonbrigði hvernig íbúum þessa lands er mismunað

vatn_dropar_krani_erl

Mikið hefur verið fjallað um hækkun á húshitunarkostnaði í Vestmannaeyjum undanfarna mánuði enda hækkuðu HS Veitur hann um 33% á fjórum mánuðum. Fyrst var hækkun á gjaldskrá og lækkun á hitastigi vatns í september sl. sem samsvaraði 15% hækkun á húshitunarkostnaði og svo í annað sinn um áramótin þar sem 18% gjaldskrárhækkun kom til. Orkustofnun […]

Lokaumferðin hjá stelpunum

DSC_1619

Lokaumferð Olís deildar kvenna fer öll fram samtímis í dag. Í garðabæ tekur Stjarnan á móti ÍBV. Liðin tvö hafa að litlu að keppa í dag þar sem ljóst er hvar þau enda í deildinni. ÍBV er í fjórða sæti með 24 stig og fer hvorki ofar né neðar eftir leiki dagsins. Það sama gildir […]

Tjónið umfram tryggingabætur

DSC_0003_vatnslogn_logd

Í skýringum í ársreikningi Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 er komið inn á tjón sem varð á neysluvatnslögn í hafnarmynni Vestmannaeyjahafnar. Fyrri umræða reikningsins fór fram í gær.  Viðurkenna bótaskyldu að tilteknu lögbundnu hámarki Fram kemur í skýringunum að ljóst þyki að það tjón sem varð á kaldavatnslögninni sem sér sveitarfélaginu fyrir köldu vatni, er akkeri […]

Skattheimta og tekjur hækkuðu um rúman milljarð

yfir_ve_snjor

Í gær var fyrri umræða um ársreikning Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 á fundi bæjarstjórnar. Eyjar.net mun rýna í tölurnar í reikningnum í dag og næstu daga til upplýsinga fyrir skattgreiðendur í Eyjum. Töluverður viðsnúningur er á rekstri bæjarins en A og B hluti skilaði 560 milljóna afgangi borið saman við 26 milljóna afgang árið 2022. […]

Helena áfram með ÍBV

helena_ibvsport

Eyjakonan Helena Jónsdóttir hefur skrifað undir samning við ÍBV um það að leika með liðinu næstu tvö tímabil. Helena hefur þrátt fyrir ungan aldur mikla reynslu og hefur leikið 73 leiki með ÍBV í efstu deild og allt í allt 95 KSÍ leiki. Helena, sem er varnarmaður, er fædd árið 2004 og lék fyrsta leikinn sinn […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.