Áætlun Herjólfs fram á sunnudag

Herjólfur ohf. hefur gefið út siglingaáætlun fyrir næstu daga, en reiknað er með Landeyjahafnarsiglingum út sunnudag. Föstudagur 22. mars 2024 Herjólfur siglir til Landeyjahafnar seinnipartinn í dag skv. eftirfarandi áætlun Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 14:30, 17:00, 19:00 Brottför frá Landeyjahöfn kl. 15:45, 18:00, 20:15 Laugardagur og sunnudagur 23-24. mars 2024 Herjólfur siglir til Landeyjahafnar skv. […]
Nökkvi Már áfram í Eyjum

Knattspyrnumaðurinn Nökkvi Már Nökkvason hefur framlengt samning sinn við ÍBV en samningurinn gildir út árið 2026. Það er mikið gleðiefni fyrir knattspyrnudeildina að Nökkvi hafi ákveðið að framlengja til næstu þriggja ára, segir í frétt á heimasíðu ÍBV. Nökkvi sem er Eyjamaður ólst upp hjá Stjörnunni og lék þar upp alla yngri flokkana en hann […]
Frá Krónunni yfir í Húsasmiðjuna

Ólafur Björgvin Jóhannesson, verslunarstjóri Krónunnar í Vestmannaeyjum hefur verið ráðinn í stöðu rekstarstjóra Húsasmiðjunnar í Eyjum. Ólafur er Eyjamönnum af góðu kunnur og hefur hann séð um rekstur Krónunnar undanfarin ár. Hann er þekktur fyrir góða þjónustulund. Í samtali við Eyjar.net segir Ólafur að hann reikni með að hefja störf í Húsasmiðjunni um miðjan maí. […]
Herjólfur í brælu – myndir

Herjólfur hefur (ó)reglulega þurft að sigla undanfarna daga til Þorlákshafnar. Er það vegna veðurs og dýpis í og við Landeyjahöfn. Óskar Pétur Friðriksson fylgdist með ferjunni sigla áleiðis til Þorlákshafnar í gær. (meira…)
Opið bréf til innviðaráðherra

Kæri Sigurður Ingi, Í framhaldi af heimsókn þinni til Eyja, vildi ég rita þér mínar hugleiðingar um hvað ég tel að sé rökrétt næsta skref í samgöngubótum milli lands og Eyja. Á fundinum hefði ég viljað koma á framfæri hugleiðingum mínum, en náði því ekki. Því geri ég það á þessum vettvangi. Tökum dæmi: Ef […]
Herjólfur í Landeyjahöfn

Aðstæður breyttust í Landeyjahöfn og fór Herjólfur frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 þangað. Herjólfur siglir frá Landeyjahöfn kl. 13:15 í dag (Farþegar sem áttu bókað 10:45 færast sjálfkrafa). Hvað varðar siglingar seinnipartinn í dag, verður gefin út tilkynning eftir hádegi. Á þessum árstíma er alltaf hætta á færslu milli hafna og því ekki æskilegt að skilja […]
Meistararnir fá toppliðið í heimsókn

19. umferð Olís deildar karla lýkur í kvöld er fram fara 5 leikir. Í Eyjum er sannkallaður stórleikur, þegar FH mætir ÍBV. FH-ingar á toppi deildarinnar með 33 stig úr 18 leikjum. Liðið hefur einungis tapað einum leik í deildinni í vetur. Íslandsmeistarar ÍBV eru í fimmta sæti með 22 stig. Allir leikir kvöldsins hefjast […]
564 milljóna hagnaður bæjarins

Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 var tekinn til fyrri umræðu á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í dag. Ársreikningurinn sýnir glögglega sterka stöðu bæjarsjóðs, jákvæða rekstrarafkomu, góða eignastöðu og litlar skuldir. Heildarrekstrartekjur samstæðu Vestmannaeyjabæjar voru 9.152 m.kr. og rekstrargjöld 8.168 m.kr. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bæjaryfirvöldum. Tæpur milljarður í fjárfestingar samstæðu Rekstrarafkoma samstæðunnar (A og […]
„Bullandi keyrsla”

Ísfisktogararnir Vestmannaey VE og Bergur VE hafa fiskað vel að undanförnu. Vestmannaey landaði fullfermi í Eyjum í fyrradag og Bergur í gær. Jón Valgeirsson skipstjóri á Bergi er spurður út í gang veiðanna á vefsíðu Síldarvinnslunnar í dag. „Það er búið að vera fínt fiskirí. Túrarnir eru stuttir, gjarnan einn og hálfur til tveir dagar […]
Fundur bæjarstjórnar í beinni

1604. fundur bæjarstjórnar Vestmannaeyja verður haldinn í Ráðhúsinu í dag kl. 17:00. Meðal erinda sem liggja fyrir fundinum er ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023, umræða um samgöngumál, tjón á neysluvatnslögn og hækkanir á gjaldskrá HS Veitna. Fyrir neðan útsendingargluggann má sjá alla dagskrá fundarins. Dagskrá: Almenn erindi 1. 202402069 – Ársreikningur Vestmannaeyjabæjar fyrir árið 2023 […]