Heimgreiðslur ekki að skila sér

Talsverðrar óánægju gætir hjá foreldrum með endurskoðaðar og uppfærðar reglur um heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar til foreldra/forráðamanna barna frá 12 mánaða aldri. Ritstjóri Eyjar.net hefur verið í samskiptum við nokkra þeirra. Þar kemur meðal annars fram að óánægja sé með hvernig viðmiðin séu og hversu margir fá ekkert á meðan beðið er eftir leikskólaplássi miðað við fyrrverandi […]
Heimaey til loðnuleitar – uppfært

Loðnuleit fer að hefjast á ný, en lítið fannst af loðnu í síðustu leit seinni hluta janúar-mánuðar. Þó voru vísbendingar um að loðnan héldi sig að miklu leiti undir hafís norðvestur af landinu. Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins staðfestir í samtali við Eyjar.net að Heimaey VE fari til loðnuleitar eftir helgi, en hún verður á vestursvæðinu. […]
Báðum leikjum ÍBV frestað

Til stóð hjá að spila handbolta hjá bæði kvenna- og karlaliðum ÍBV á morgun, laugardag. Andstæðingar beggja liða voru Haukar. Leik Hauka og ÍBV í Olís karla hefur verið frestað vegna þess að ÍBV á ekki tök á því að komast uppá land í tæka tíð, Leikurinn fer því fram sunnudaginn 4.febrúar 16:00, segir í […]
20 milljóna króna símtal

Hún átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum, konan sem fékk símtal frá Íslenskri getspá. En það símtal var tilkynning um að hún hefði verið ein með allar tölur réttar í Lottó síðasta laugardag sem tryggði henni tvöfaldan pott; rétt rúmar 20 skattfrjálsar milljónir króna. Fengið dálitla hjálp að handan Í tilkynningu frá Getspá segir […]
Næstu ferðir Herjólfs felldar niður

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður ferð Herjólfs seinnipartinn í dag sem og fyrri ferð á laugardag vegna hvassviðris og ölduhæðar. Útlit fyrir siglingar seinnipart laugardags eru ekki góðar en tilkynning verður gefin út fyrir kl 14 á laugardag. Farþegar sem áttu bókað í umræddar ferðir eru beðnir um að hafa samband við […]
Sinna sjúkraflugi á öllu landinu

Þingmaðurinn Berglind Harpa Svavarsdóttir lagði fram á Alþingi fyrirspurn um sjúkraflug á landinu. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra var til svara, en um áramót tók Norlandair við sjúkrafluginu. Berglind Harpa spurði ráðherra hvaða breytingar séu fyrirhugaðar á sjúkraflugi í kjölfar nýlegs útboðs á starfseminni. Í svari ráðherra segir að nýr samningur gildi um sjúkraflug á öllu […]
Í fimmta sæti fyrir hækkun

Líkt og undanfarin ár hefur Byggðastofnun fengið Orkustofnun til að reikna út kostnað á ársgrundvelli, við raforkunotkun og húshitun á sömu fasteigninni, á flestum þéttbýlisstöðum og í dreifbýli. Ef Vestmannaeyjar eru skoðaðar sérstaklega sést að heildarorkukostnaður, þ.e.a.s. raforku- og húshitunarkostnaður viðmiðunareignar er 325 þ.kr. sem er sá fimmti hæsti á landinu. Þá ber að taka […]
Heimsóknin til Eyja hreint ævintýri

Fjöldi glæsilegra fiskveitingastaða í hæsta gæðaflokki í Vestmannaeyjum hlýtur að vera með því mesta sem þekkist á byggðu bóli miðað við íbúatölu. Þá ályktun dregur að minnsta kosti finnskur blaðamaður, Mika Remes, í grein um veitingaflóru og sjávarfang Vestmannaeyja í grein í tímaritinu Aromi í Finnlandi núna í janúar. Ritið er sérhæft í skrifum um […]
Önnur gul viðvörun á föstudag

Líkt og Eyjar.net greindi frá í gærkvöldi hefur verið gefin út gul viðvörun á Suðurlandi sem tekur gildi í kvöld kl. 22:00 og gildir til kl. 06:00 í fyrramálið. Klukkan 13:00 á morgun, föstudag tekur svo gildi önnur gul viðvörun á Suðurlandi. Gildir hún til miðnættis. Suðvestan hríð Í viðvörunarorðum Veðurstofunnar segir: Suðvestan 15-23 m/s […]
Niðurrif hafið

Byrjað er að rífa byggingarnar við Skildingaveg 4, en til stendur að lóðin verði hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar. Fram kom í deiliskipulagsuppdrætti að vegna breyttra aðstæðna og aukinna umsvifa vöru- og farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum með Herjólfi sé þörf fyrir að stækka athafnasvæði í kringum ferjuna. Skipulagsbreyting þessi felur í sér að rífa húsnæði […]