Byrjað er að rífa byggingarnar við Skildingaveg 4, en til stendur að lóðin verði hluti af athafnasvæði Vestmannaeyjahafnar.
Fram kom í deiliskipulagsuppdrætti að vegna breyttra aðstæðna og aukinna umsvifa vöru- og farþegaflutninga til og frá Vestmannaeyjum með Herjólfi sé þörf fyrir að stækka athafnasvæði í kringum ferjuna.
Skipulagsbreyting þessi felur í sér að rífa húsnæði sem nú standa í nálægð við bílainngang ferjunnar og gera þar ráð fyrir bílastæði fyrir stór ökutæki og vöruflutningavagna.
https://eyjar.net/minjastofnun-samthykkir-nidurrif/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst