Herjólfur til Þorlákshafnar síðdegis

Herjólfur siglir til Þorlákshafnar seinni part dags. Brottför frá Vestmannaeyjum kl 17:00þ Brottför frá Þorlákshöfn kl 20:45. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipafélaginu. Þá segir að Herjólfur sigli til Þorlákshafnar þar til annað verður tilkynnt samkvæmt eftirfarandi áætlun: Brottför frá Vestmannaeyjum kl. 07:00 og 17:00. Brottför frá Þorlákshöfn kl. 10:45 og 20:45. (meira…)
Kvennaleiknum frestað

Leik KA/Þórs og ÍBV hefur verið frestað vegna veðurs. Fram kemur í tilkynningu frá Handknattleikssambandi Íslands að ÍBV komist ekki loftleiðina norður á Akureyri og þarf því að fresta leiknum. Ekki hefur verið gefinn út nýr leiktími. (meira…)
Ágreiningur um skyldur og ábyrgð

Ágreiningur er á milli Vestmannaeyjabæjar og HS Veitna um þær skyldur og ábyrgð sem HS Veitur bera á viðgerð og viðhaldi vatnslagnarinnar, skv. samningum og lögum þar að lútandi. Tekið skal fram að þessi ágreiningur hefur ekki haft áhrif á að allt er gert sem mögulegt er til að treysta lögnina og hafa á takteinum […]
Farsælt samstarf við Samfés

Markmið nýs samnings mennta- og barnamálaráðuneytisins við Samfés, Landssamtök félagsmiðstöðva og ungmennahúsa, er að tryggja framgang stefnu ráðuneytisins um tómstunda- og félagsstarf barna og ungmenna til 2030, auka lýðræðislega þátttöku barna og ungmenna í ákvarðanatöku og styðja við innleiðingu laga um samþættingu þjónustu í þágu farsældar barna. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, skrifaði undir […]
Mæta botnliðinu norðan heiða

Fimmtánda umferð Olís deildar kvenna klárast í dag með tveimur viðureignum. Fyrir norðan tekur lið KA/Þórs á móti ÍBV. Norðanstúlkur hafa ekki náð sér á strik það sem af er vetri. Eru á botninum með 5 stig úr fjórtán leikjum. ÍBV er hins vegar í fjórða sætinu með 16 stig, en liðið vann góðan sigur […]
Herjólfur siglir ekki í fyrramálið

Tekin hefur verið sú ákvörðun að fella niður ferðir Herjólfs kl. 07:00 frá Vestmannaeyjum og kl. 10:45 frá Þorlákshöfn í fyrramálið bæði vegna veðurs og sjólags. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni farþega, frakt og áhafnarmeðlima í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni því skilning, segir í tilkynningu frá Herjólfi ohf. Hvað […]
Gul viðvörun: Suðvestan hríð

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á Suðurlandi og á Faxaflóa. Á Suðurlandi er gert ráð fyrir suðvestan hríð og tekur viðvörunin gildi á laugardagsmorgun kl. 06:00 og gildir til kl. 15:00 samdægurs. Í viðvörunartexta segir: Suðvestan 15-20 m/s og éljagangur. Fólk er hvatt til að sýna aðgát. Veðurhorfur á landinu næstu […]
Allir samþykkir að ráða Drífu

Bæjarstjórn samþykkti í gær með níu samhljóða atkvæðum tillögu bæjarráðs um að ráða Drífu Gunnarsdóttur í starf framkvæmdastjóra stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar. Í tilkynningu á vef bæjaryfirvalda segir að Drífa hafi lokið diplómaprófi í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Áður hafði hún lokið B.Ed. prófi í grunnskólafræðum, með íslensku sem sérsvið, frá Kennaraháskóla Íslands og […]
Thelma framlengir við ÍBV

Eyjakonan Thelma Sól Óðinsdóttir hefur skrifað undir samning næstu tvö árin við knattspyrnudeild ÍBV. Thelma hefur leikið 47 leiki í efstu deild síðustu þrjú árin fyrir ÍBV og 62 leiki samtals í efstu deild og bikarkeppni KSÍ frá því að hún spilaði sinn fyrsta leik 17. júlí 2018, fyrsti byrjunarliðsleikurinn kom 27. september 2020. Thelma […]
Ófær til siglinga stóran hluta vetrarins

Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri fór yfir stöðuna í samgöngumálum við Vestmannaeyjar á fundi bæjarstjórnar í gær. Staðan hefur verið mjög þung undanfarna mánuði, siglingar í Landeyjahöfn hafa verið mikið skertar og höfnin oft lokuð vegna dýpis. Bæjarráð hefur óskað eftir gögnum frá Vegagerðinni um ástæður þess að illa gengur að dýpka. Höfnin ekki tilbúin Fram kemur […]